- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
408

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

408

DM STtJRLUNGU.

því von, að honurn væri minnistæður þessi fundur, sem varla
nokkrum öðrum enn honum hefði dottið í hug að segja svo
greinilega frá.1

Eftir dráp Snorra Sturlusonar flugu tíðindin vestur til þeirra
manna, sem fylt höfðu flokk Snorra. Sagan segir nákvæmlega
frá, hvernig Sturlu barst þessi fregn, að Tumi Sighvatsson fjekk
hana fyrst og bar hana í Hvamm og forðaði sjer þaðan út í
Hrappsey, enn Svertingr, sem þá bjó í Hvammi, sendi Steinar
son sinn vestur til Sturlu, enn Sturla gerði aftur Órækju njósn.
Varla hefði nokkrum öðrum enn Sturlu til hugar komið að segja
svo frá þessum tíðindaburði. |>á segir sagan, að þeir Órækja og
Sturla hafi fundizt í Tjaldanesi. »pd spurðu þeir, at Kolbeinn
var kominn norðan í Dali ok var at Kvennabrekku með þrjú
hundruð manna«. petta er bersýnilega sagt frá sjónarmiði
Sturlu. Síðan er sagt frá viðbúnaði þeirra Órækju og Sturlu,
og frá ráðstöfunum þeirra Kolbeins og Gizurar, meðal annars frá
samningum þeirra við Böðvar bróður Sturlu um að setjast í búið
á Sauðafelli og halda njósnum fyrir þá. pegar þeir Kolbeinn
og Gizurr vóru heim farnir, segir sagan, að Sturla hafi hitt
Böðvar bróður sinu í Hjarðarholti, »ok lagðisk lítt á með þeim.
|>ótti Sturlu undarlegt, at hann hafði í þann óróa gengit at
halda njósnum fyrir Gizur. En hann þóttisk eigi hafa einn við
mælzk, er þeir Gizurr ok Kolbeinn sátu báðir um hann, en öngir
aðrir til mótmæla«. Frásögnin um þetta viðtal þeirra bræðra
hlýtur að vera frá Sturlu. Öðrum gat það varla verið svo
minnistætt.2

Nú byrjar sagan um herferð þeirra Órækju og Sturlu að vestan,
fyrst í Reykjaholt að Klængi, og þaðan suður að Gizuri. Jeg hef
áður tekið fram í þættinum um Gizurar sögu, að öll þessi frásögn
hlýtur að vera eftir Sturlu að undanteknum nokkrum greinum, sem
teknar eru úr Gizurar sögu, því að hún segir alt frá sjónarmiði
Sturlu. Hjer skal jeg að eins taka fram nokkur atriði þessu til
sönnunar, sem ekki eru tekin fram áður. Frá ferð Órækju er
ekki sagt, fyr enn haun kom »til Saurbæjar«, þ. e. að
Staðar-hóli til Sturlu, en þá er líka nákvæmlega greindur liðsfjöldi hans,
dagurinn, sem hann kom (Tómasmessa), og hvaða bændur
vóru helztir í flokki hans. pá er sagt mjög nákvæmlega frá

1 Sturl.1 II, 241. bls. 2 1, 392. bls.

3 Sturl.1 II, 242.-243. bls. 51, 393.-394. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0418.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free