- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
428

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

428

DM STtJRLUNGU.

sem nú vóru greindar, tel jeg það víst, að Sturla hafi ekki
frum-samið frásögnina um aftöku forvaldssona, heldur einhver annar,
líklega Halldórr Jónsson frá Kvennahrekku. Af því að sagan um
þennan atburð er svo ítarleg, og sagt er frá hinum minstu
smá-atvikum, er það liklegt, að Halldórr hafi fært hana í letur
skömmu eftir viðburðinn, sem varð árið 1232. Er þá ekkert því
til fyrirstöðu, að þessi frásögn Halldórs hafi getað legið fyrir
höfundi Laxdælu, því að það er ekkert, sem sannar, að Lasdæla
sje samin fyr en undir miðja öldina, og ef hinn síðasti kafii
sögunnar, er segir frá hefndunum eftir Bolla porleiksson og frá
|>orkatli Eyjólfssyni og Bolla Bollasyni, er yngri en meginsagan,
sem sumt bendir til,1 þá verður þetta enn rýmra. Enn hvernig
er þá þetta rit Halldórs um fall þeirra bræðra komið inu í
ís-lendinga sögu? J>að er auðskilið. Hjer að framan höfum vjer
sjeð, að Sturla átti marga sögumenn í Dölum, og hefur Halldórr
vafalaust verið honum kunnugur. Sturla hefur komizt að því,
að Halldórr liafði skrifað um þennan viðburð og hefur fengið
hjá honum rit hans, þegar hann setti saman Islendinga sögu,
og tekið það óbreytt inn í hana. Með þessu móti er
hvort-tveggja auðskilið, bæði hvernig á því stendur, að þessi frásögn
stingur svo í stúf við aðra kafia Xslendinga sögu, og hvað til
þess kemur, að hún líkist svo mikið Laxdælu.2

Nú vík jeg aftur að því, er fyr var frá horfið, að benda á

1 Sbr. alhugasemdir Kálund’s i formálanum fyrir Laxdælu-útg. sinni
XL,—XLII. bls. Til þessa síðasta kafla sögunnar heyrir og eflaust
það, sem sagt er um Helga Harðbeinsson í frásögninni um víg
Bolla (Laxd. 55. k. útg. Kálund’s 209. bls.), að hann hafi þerrað

blóð af spjóti sínu á blæju Guðrúnar, >’þvíat ek hygg þat’, sagði
hann, ’at undir þessu blæjuhorni búi minn höfuðbani’». þetta er
spádómur um það, sem á eftir fer, og heyrir því til hins síðari

kafla. Merkilegt er, að þessi frásögn um Helga er mjög keimlík
sögunni um fóthögg Snorra þorvaldssonar í íslendinga
sögu-þegar Helgi hafði þerrað blóðið á blæju Guðrúnar, segir Laxdæla,
að »Guðrún leit til lians ok Lrosti viö. Halldórr (o: Ölafsson) mælti:
’þetta er illmannliga gert ok grimmliga’« þegar íslendinga saga
er búin að segja frá því, að Hermundr hjó fótinn undan Snorra,
stendur í sögunni: »Hann (o: Snorri) leit eigi til, þreifaði til
stúfs-ins ok brosti viö . . . Halldórr (o: Jónsson) sagði, í því, er
Her-mundr hjó, at þat var illt högg ok ómannlegt«. Getur það verið af

hendingu að orðalagið er svo líkt?

s Sturl.1 II, 131,—140. bls. SI, 305.-312. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0438.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free