- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
433

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM STURLUNGU.

143

biskup á brott úr búð Norðlendinga við Hvítá í Borgarfirði
sumarið 1218. Hjer segir sagan, að búðirnar liafi verið »fyrir
vestan Hvítá undir fjóðólfsholti, þar sem nú eru húsakotw*
petta hlýtur að vera fært í letur löngu eftir 1218, en ekki er
nú unnt að ákveða, hve löngu eftir. því að vjer vitum ekki, nær
búðirnar vóru fluttar og »húsakotin« reist.1.

Sagan getur þess í 61. k., að Sturla Sighvatsson liafi látið
»efna til virkis i Dölum, sern enn sér stað>.<. ]Þetta gerðist um
vorið 1225, og hlýtur sagan að vera skrásett alllöngu eptir
þann tima.2

í 84. k. er sagt, að Jón murtr hafi haft herbergi »fyrir
norðan Kristskirkju, þar sem nú eru prestahús« og verið grafinn
»at Kristzkirkju, þar sem nú er sönghússveggrinn«. J>etta var
um nýár 1231, og er því sagan samin löngu eftir þetta ár.
Verið getur að norskir fræðimenn geti ákveðið þetta nákvæmar."

í 157. k. stendur þessi grein: »Órækja var réttr aðili eptir
föður sinn at þeim lögum, sem þá vóru á landi hér«.4 í>etta
kemur heim við Vígslóða í Grágás. far segir, að »sonr manns
frjálsborinn ok arfgengr (o: skilgetinn)» sje fyrst vígsakar aðili,
þá faðir, ef sonur er eigi til, þar næst »bróðir samfeðrit, þá
bróðir sammæðri«, enn eftir bræður sonur laungetinn.b Nú
átti Snorri hvorki son skilgetinn nje föður nje bræður á lífi.
þegar hann dó, enn Órækja var laungetinn sonur hans, og var
hann því rjettur aðili. Enn þegar norsk lög gengu yfir landið,
þá hurfu aðildir vígsaka undir konung eða umboðsmenn hans,
sýslumennina.8 J>etta getur því ekki verið skrifað fyr enn eftir
Það, að Járnsíða var lögleidd árið 1271 eða, rjettara sagt, ekki
tyr enn 1272, því að árið 1271 var að eins lögtekinn
fingfarar-hálkur lögbókarinnar og tveir kapítular úrErfðabálki.enn Mannhelgi,
sem hjer er undir komið, ekki fyr enn 1272. Takmörkin niður
á við eru sjálfgefin með dauða Sturlu (árið 1284). Sagan hlýtur
Þvi að vera samin á árunum 1272—1284. þetta kemur heim
við það, að í 95. k. segir: »þá (o: árið 1233) var gör stofaw í
Reykjaholti«. Af þessum orðum má marka, að sama stofan hafi

’ Sturl.1 II, 50. bls. »1, 239. bls.

2 Sturl.1 n, 88. bls. 21, 271. bls.

3 Sturl.1 II, 124.-125. bls. 21, 299.-300. bls.

4 Sturl.1 II, 243. bls. 21, 394. bls.

s Konungsb. útg. I, 167.-168. bls. Staðarhólsb. 334.-335. bls.

’ Sbr. Járnsíðu, Mannh. 3. og 29. k.

27

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0443.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free