- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
436

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

436

DM STtJRLUNGU.

Jyndiseinkunn. Með einni iítilli smásögu dregur bann oft
upp svo skarpa og lifandi mynd af þeim manni, sem hann vill
lýsa, að það er eins og vjer sjáum manninn standa beran og
afklæddan frammi fyrir oss og skiljum eðli hans miklu betur
enn af langri lýsiugu. fessar myndir brenna sig svo inn í minni
lesandans, að þær gleymast aldrei. Jeg skal að eins taka fram
eitt dæmi af mörgum, frásögnina frá viðtali þeirra feðga Sturlu
og Sighvats eftir bardagann í Bæ.1 Állir hinir helztu meiin
sögunnar, fórðr, Sighvatr, Snorri, Sæmundr í Odda, þorvaldr
Gizurarson, Sturla Sighvatsson, Órækja, Gizurr o. s. frv., koma
fram hver í sínum sjerstaka ham, ef svo má að orði kveða, hver
með sínu einkennilega lundarfari. En einkum hefur honum þó
tekizt upp að lýsa þeim feðgum Sighvati og Sturlu. Hvar sem
Sighvatr kemur fram, þá er alt af sami glaðværðar og
góð-mensku bragurinn á honum, og það jafnvel þegar metorðagirud
hans og sonar hans leiðir hann til óhæfuverka, eins og t. d.
þegar hann fer að Snorra bróður sínum, og vjer skiljum vel, að
slíkur höfðingi hefur hlotið að vera vinsæll í hjeraði og elskaður
af mönnum sínum, og furðum oss ekki á því, sem sagan segir,
að nafni hans Sighvatr djákn Runólfsson lagðist yfir hann, þegar
unnið var á honum á Örlygsstöðum, til að hlifa honum, og ljet
fyrir hann líf sitt. J>að er auðsjeð, að Sturla J>órðarson hefur í
æsku sinni dáðzt að nafna sínum Sturlu Sighvatssyni, fyrir hið
mikla líkamlega atgjörfi hans, og kemur það einkum fram í
frá-sögninni um það, er Sturla reið á þing árið 1229 (sbr. áður).
Enn ókostir bans koma engu síður fram í sögunni: takmarkalaus
metorðagirnd, fljótfærni (t. d. í samningunum við Hákon konung),
skammsýni (t. d. í allri aðferð hans við Gizur, er hann tók hann
við Apavatn), grimd (t. d. við Órækju) og ljettúð og
fyrirhyggju-leysi (t. d. í sögunni um Örlygsstaðabardaga). Áður hef jeg
tekið það fram, að Sturlu hættir sumstaðar við að halla á Gizur
í frásögninni, enn þó er lýsing hans á Gizuri eflaust rjett og
sönn í flestum aðalatriðum.

Frásögnin er alstaðar ljós og lipur, málið hreint og fagurt.
og öli ber sagan hinn sama rammíslenzka sögublæ, sem nálgast hina
munnlegu frásögn. Guðbrandur Vigfússon segir í formálanum
fyrir Sturlungu-útgáfu sinni, að orðfærið á Islendinga sögu lýsi

1 Sturl.1 II, 194,—196 bls. Ia, 355.-356. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0446.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free