- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
438

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

438

DM STtJRLUNGU.

J>órðar saga segir, að Sturla J>órðarson skyldi annaðhvort fara
utan eða fá 11 hina beztu menn úr Vestfirðingafjórðungi með
sjer til að vinna Kolbeini tylftareið, að hvorki Sturla nje nokkur
þeirra skyldi fara móti Kolbeini, við hverja sem hann ætti.
ís-lendinga saga segir að vísu frá því, að bændur hafi komið að
vestan til að leysa Sturlu, og að bæði þeir og Sturla hafi svarið
Kolbeini trúnaðareiða, enn hún getur þess ekki, að þeir sem að
vestan komu hafi verið ellefu, eða að þetta hafi átt að vera
tylftareiður, og á henni verður ekki betur sjeð, enn að þeir sem
vestan komu hafi að eins verið 7, sem hún greinir alla með
nafni, og af þeim hafi einn (Ketill prestur forláksson) ekki
svarið eiðinn. J>órðar saga telur líka upp þá, sem að vestan
komu, enn ekki nema fimm, og bætir svo við: »ok allir inir
beztu menn ór þeim sveitum, sem hann átti forræði«, og er
auðsjeð, að höfundurinn hugsar sjer að þeir hafi verið 11. Af
þeim 5 mönnum, sem þórðar saga nefnir, eru fjórir þeir sömu,
sem nefndir eru í Islendinga sögu: Páll og Gunnsteinn
Halls-synir, Vigfúss Gunnsteinsson og Ketill porláksson, enn einn,
fóroddr prestur, er ekki nefndur í íslendinga sögu. Aftur á móti
nefnir íslendinga saga Sám Pálsson, Snorra undan Felli og
Lambkár ábóta, sem |>órðar saga getur ekki. Enn fremur greinir
sögurnar á um það, að fórðar saga segir, að þeir sem að vestan
komu, þar á meðal Ketill þorláksson, hafi unnið eiðinn, enn
ís-lendinga saga, að Ketill hafi engan eið unnið, og ekki verið
beiddur.1 |>að er auðsjeð, að frásögnin er bjer upphaflegri í
ís-lendinga sögu. Tylftareiður kemur hvergi fyrir í íslenzkum lögum,
heldur að eins í norskum, og virðist ekki hafa verið tíðkaður á
íslandi.2 Frásögn J>órðar sögu ber því vott um, að höfundur

1 Sturl.1 II, 259. og III, 2. bls. 2 1, 408. og II, 1. bls.

’ Nokkuð öðru máli er að gegna um það, að málsaðilar gátu komið
sjer saman um að láta mál falla niður, ef annar þeirra staðfesti
málstað sinn með eiði og fengi menn til að sanna eiðinn með sjer.
þegar Einarr þorgilsson stefudi Sturlu um það, að hann hefði verið í
ráðum með þeim þorvarði þorgeirssyni og Yngvildi, systur Einars.
er þau gerðu mannvillu, þá er sagt, að Einarr hafi lofað að halda
eigi fram sökinni, ef Sturla ynni synjunareið og fengi 12 menn
með sjer >at sanna eið« sinn. þetta ber að eins að skoða sem
frjálst samkomulag milli málsaðila, enda er það kallað >sætt« rjett
á eftir í Sturlu sögu. Athugavert er það og. að hjer eru þeir 12,
sem eiðinn eiga að sanua, enn 11 í tylftareiði (Sturl.1 I, 66. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0448.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free