- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
458

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

458

DM STtJRLUNGU.

og að brennumannatalið er úr Gizurar sögu, enn sú grein, sem
hjer ræðir um, úr f>órðar sögu.1

í sögunni um sjálfa brennuna er sagt frá einu atviki á þann
hátt, að frásögnin hlýtur að vera frá Kolbeini grön. pegar búið
er að segja frá skilnaði þeirra Gizurar og Gr<5, konu hans, sem
vafalaust er úr Gizurar sögu, heldur sagan þannig áfram. »Nú
skal hér fyrst frá hverfa. f>ær Gróa ok Ingibjörg gengu í dyrrin.
Gróa bað lngibjörgu útgöngu. put heyröi Kolbeinn grön, frændi
hennar, ok bað hana út ganga til sín. Hón kvazk eigi þat
vilja, nema hón kjöri mann með sjer. IColbeinn kvað eigi þat
mundu. Gróa bað liana út ganga. ’En ek verð at leita
sveins-ins forláks, systursonar míns’, segir hón. f>orleifr hreimr var
faðir hans. Sveinninn hafði út hlaupit á völlinn áðr, og loguðu
um hann línklæðin, er hann kom ofan á völlinn. Hann var tíu
vetra gamall. Komsk hann til kirkju. [Þat er sumra manna
sögn, at f>orsteinn genja hryndi Gró inn í eldinn, ok þar fanzk
hón í anddyrinu]. Kolbeinn grön hljóp inn í eldinn eptir
Ingi-björgu, ok bar hana út til kirkju«. Auðsjeð er, að þetta er alt
sagt frá sjónarmiði Kolbeins og skráð eftir hans sögn nema
mis-sögnin, sem jeg hef sett milli klofa — hún er vafalaust úr
Gizurar sögu, og hefur safnandi Sturlungu hjer tekið báðar þessar
sagnir um dauða Gró upp í rit sitt, sína eftir hvorri sögu, aðra
eftir f>órðar sögu, enn hina eftir Gizurar sögu. Sagan um víg
Árna beisks mun og vera úr f>órðar sögu og skráð eftir sögn
Kolbeins. Hún er bersýnilega eftir sjónarvott í liði brennumanna,
segir frá því, að Árni drap fótum i borð það, er skotið var fyrir
dyrnar, er hann hljóp út úr eldinum, og fjell við, hvað hann
sagði, er hann stóð upp, og hvað Kolbeinn grön þá sagði (»Hvárt
man nú engi Snorra Sturluson?«).

Kolbeinn grön lifði annars ekki lengur enn rúma þrjá
mán-uði eftir Flugumýrarbreunu, því að Gizurr fór norður að
brennu-mönnum nóttina fyrir Pálsmessu nm veturinn eftir (1253—1254),
og í þeirri ferð var Kolbeinn drepinn. Má ætla, að Kolbeinn
hafi, áður hann dó, sagt Birni drumb, bróður sínum, er þá var
fyrir norðan, frá þeim atvikum í Flugumýrarbrennu, sem rekja

1 Eggert Brím hefur tekiö eftir mótsögniuni um þorleif, enn skýrir

hana ekki á rjettan hátt að minu áliti. Arkiv f. nord. Filol.
VIII. (N. F. IV.), 363. hls. Sbr. Sturl.1 III, 1S4. bls. 3II, 159.—
160. bls.

3 Sturl.1 III, 190.-191. bls. 2II, 165.-166. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0468.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free