- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
470

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

470

DM STDRLDNGD.

veturion eftir, keldur er svo að sjá, sem Sæmundr hafi setið
þann vetur heima að Svinafelli.1 Árna biskups saga er hjer til
úrskurðar með sögunum. Hún segir, að Ögmundr hafi fyrst
framan af haft fjárforræði beggja bræðranna, Sæmundar og
Guð-mundar, enn f>orlákr faðir Árna biskups hafi búið að Svínafelli
eftir andlát Orms; si’ðan hafi þeir bræður reist bú að Kálfafelli
enn þar hafi peningar eyðzt fyrir þeim. Hafi þeir þá fiutt
bú-ferlum að Svinafelli og fengið forláki Rauðalæk. f>að sjest því á
þessu, að |>órðar saga hefur rjett að mæla í því, að Sæmundr
liafi um hríð búið að Kálfafelli. Aftur á móti ber Árna biskups
sögu og Svínfellinga sögu saman um það, að deilur Ormssona
og Ögmundar hafi ekki byrjað fyr enn eftir það, að Sæmundr
var kominn að Svínafelli, svo að það virðist vera rangt í £>órðar
sögu, að Sæmundr hafi búið að Kálfafelli 1248.2 Um það
grein-ast og sögurnar, að fórðar saga segir, að |>órðr hafi »gipt« Sæmundi
Ingunni Sturludóttur frændkonu sína veturinn, sem hann var
hjá f>órði, og hafi þau, farið austur til bús sins sumarið 1249,
enn Svínfellinga saga segir, að Sæmundr hafi riðið norður með
fórði af alþingi 1249 og beðið Ingunnar og fengið hennar og
riðið síðan austur með bana að Svinafelli.8 |>að er auðsjeð, að
hjer er missögn í sögunum, og er ekki rjett að bæta úr því með
»leiðrjettingu«,4 enn þess má til geta, að Sæmundr hafi fastnað
sjer Ingibjörgu veturinn 1248—1249, enn kvongazt henni um
sumarið eftir alþingi og fiutt hana þá heim.

Enn fremur segir f>órðar saga, að pórðr hafi sett niður
misklíð milli Sæmundar og Ögmundar á alþingi 1249, enn
Svín-fellinga saga eignar þetta Brandi ábóta.5 Yfir höfuð að tala ber
Svinfeilinga saga f>órði illa söguua og segir beinlinis, að liann
hafi blásið að kolunum milli Sæmundar og Ögmundar, og hefur
grein þess efnis slæðzt inn í J>órðar sögu í 213. k. (Sturl.2) úr
Svínfellinga sögu, sem einnig stendur á rjettum stað i
Svinfell-inga sögu 9. k., eins og jeg hef tekið fram í þættinum um
Gizurar sögu. f>egar þessi grein er feld úr fórðar sögu, þá
stendur ekki í henni, að |>órðr hafi lagt annað enn gott til mála
þeirra Ormssona og Ögmundar. Merkilegt er, að Svinfellinga

1 Sturl.1 III, 98. bls. 2II, 85. bls.

2 Bisk. I, 679.-680. bls.

2 Sturl.1 III, 95. bls. 2II, 80. bls. Sb. Sturl.1 III, 99. bls. 2II, 86. bls.

* Sbr. Eggert Brim í Arkiv f. nord. Filol. VIII (N. F. IV), 359. bls.

5 Sturl.’ III, 99. bls. 2II. 86. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0480.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free