- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
472

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

472

DM STtJRLUNGU.

en helt hlut sínutn dskerðutn fyrir öllum þeim»1 fetta er að
vísu ekki alveg satt, því að vjer vitum af íslendinga sögu, að
Ormr lét til sín taka um þingdeilur höfðingja eins og hver annar,
og að hann jafnvel bektist til við höfðingja að fyrra bragði, ef
hann sá sjer hag á því. Svo ljet hann t. d. Kolskegg auðga
kaupa sig til að gera flugumann að Dagstyggi Jónssyni, sem
Snorri Sturluson hafði veitt ásjá, og varð Ormr hjer að láta
hlut sinn fyrir Snorra og selja honum sjálfdæmi.2 Enn þetta
sýnir, að höfundurinn hafði sagnir sínar úr bjeraði Orms, af
Síðunni, og er eigi ólíklegt, að hann hafi verið af ætt Svínfellinga,
ef til vill afkomandi Steinunnar Jónsdóttur og Ögmundar, sem
áttu mörg börn, og eru þau talin í 2. kapítula sögunnar.3 Af
því að sagan kallar Orm »vinsælastan af öllum övígðum
höfð-ingjum«, virðist mega ráða, að hann hafi verið prestur, og á það
bendir fleira. fað er auðsjeð á sögunni, að höfundurinn hefur
verið mesti friðsemdar og spektar maður, og þykir vænst um þá,
sem friðinn semja, svo sem t. d. Brand ábóta og Steinunni, og
kemur þetta vel heim við það, að hann hafi verið prestur. Enn
einkum sjest það þó á því, að sagan segir, að þeir bræður
Orins-synir hafi skriftazt fyrir líflát sitt, og nafngreinir prestana sem
þeir skriftuðust við, og bætir síðan við þessum orðum: »ok tóku
báðir þjónostu, holld ok blóð Jesu Christi i sinn líkama. Eptir
þat lásu þeir Letaniam«, og litlu síðar er sagt að Guðmundr
hafi lesið »sjau psalma« (o: septem psalmos poenitentiales) með
prestunum, áður enn hann var höggvinn.4

15. þáttur.

Um Þorgils sögu skaröa.

Flestir hafa hingað til verið á eitt sáttir að eigna Sturlu
pórðarsyni forgils sögu skarða. £ó var Guðbrandur Vigfússon
um eitt leyti á öðru máli,6 enn hvarf frá því aftur, og Konr.
Maurer hefur sömuleiðis látið þá skoðun í ljós, að hún væri

1 Sturl.1 III, 98. bls. 2II 84. bls.

3 Sturl.1 II, 125,—126. bls. 21, 300.—301. bls.
8 Sturl.1 III, 97. bls. 3II, 83. bls.

4 Sturl.1 III, 113. bls. 2 1, 96.-97.

4 Bisk. I, LXXI, bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0482.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free