- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
497

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

497

N má ekki ganga þegjandi fram hjá því, að Sturla átti 2 aðra
»mága« með fórðar naí’ni, sem ef til vill gætu komið til greina,
pórð, son porvarðs úr Saurbæ i Eyjaíirði, sem átti Ingibjörgu,
dóttur Sturlu, og J>órð Narfason þann, sem mestar líkur eru til
að hafi safnað Stuiiungu í eina heild — hann var öðrum og
þi’iðja við Helgu, konu Sturlu.1 fórðr f>orvarðsson mun hafa
búið norður í Eyjafirði, fjarri þeim tíðindum, sem sagt er frá í
þessum kafla, og vitum vjer ekki til, að hann hafi fengizt neitt
við ritsmíði, og því síður eru nokkrar líkur til, að hann hafi
ritað æfi tengdaföður síns. Heldur gæti það komið til mála, að
sá mágur Sturlu, sem hjer ræðir um, hefði verið þórðr Narfason.
Ef Sturlungusafnið er frá honum komið í öndverðu, eins og
líkur eru til, þá er það í sjálfu sjer ekki óeðlilegt, að bann hefði
bætt við þessari frásögn um Sturlu, einkum af því að vjer sjáum
það á Sturlunguformálanum, sem vjer oft höfum minzt á, að
safnandi Sturlungu hefur elskað og virt Sturlu pórðarson, og af
því að vjer vitum, að f>órðr Narfason var hjá Sturlu í æsku
sinni og hefur liklega verið lærisveinn hans. Vjer munum og
síðar sjá, að f>órðr þessi á að minsta kosti eina grein í
niður-lagi Sturlungu, þar sem hann segir frá veru sinni hjá Sturlu.
Enn sumt er það þó, sem mælir á móti því, að það hafi verið
Þórðr þessi, sem hitti Sturlu á |>ingvelli, áður enn hann fór
utan árið 1263. Fyrst og fremst var f>órðr Narfason mjög
ungur um þessar mundir, líklega ekki eldri enn 13 eða 14 vetra,
því að þeir Narfasynir virðast vera fæddir um 1250, og eru
varla likur til, að hann hafi á þeim aldri kunnað svo góð skil
á þeim, sem vóru fyrir landsstjórn í Noregi. Og í annan stað
hef jeg sýnt það hjer að framan, að sá maður, sem safnaði
Sturlungu fyrst i eina heild, muni ekki hafa haft fyrir sjer
f>or-gils sögu, því að hún heyrir ekki til hins upphaflega
Sturlungu-safns og hefur ekki staðið nema í öðru skinnhandriti Sturlungu.
Enn nú stendur sú frásögn um Sturlu, sem hjer er um að ræða,

’ Frændsemi þeirra var þannig háttað:

Narfi Snorrason, hinn eldri.

þórðr hinn eldri Skarðs-Snorri

I I

Helga Narfi hinn yngri.

I

þórðr hinn yngri.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0507.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free