- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
530

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

530

ÆTTIR í STtJRLUNGU.

ing á texta Laxdælu). Synir Hermundar voru: Ketill,
Hreinn, Koðran, Styrmir. Ketils og Koðrans llermundar sona
er getið við Deildartungumál (St.2 i. 78.; — í St.1 er þar
staf-villa: ’Karli’ f. Katfli). Ketill Hermundarson varð ábóti að
Helgafelli 1217 og andaðist 22/7 1 229 (— eigi 1220, svo sem
misprentað er í St.2 Gen. i. 11.), og hét sonr hans Kári (1231:
St.2 i. 303.). Hreinn Hermundarson (sem í St.2 Gen. i. 11. er
látinn vera ábóti, og í Ind. ii. er talinn ábóti að |>verá, f 1171,
og þannig látinn vera sami maðrinn og Hreinn ábóti
Styrmis-son frændi hans, sem var miklu eldri maðr, — enda er nafn
Hreins Styrmissonar, eigi talið í Ind. ii.) átti barn við Snælaugu,
dóttur Högna prests ins auðga i Bæ Jpormóðs sonar, er Guðrún
hét. Hún var barnsmóðir Snorra Sturlusonar, móðir Ingibjargar
dóttur hans (St.2 i. 191.). Koðran Hermundarson hefir að
lík-indum verið faðir Orms prests Koðranssonar (f 1253: Ann.).
Styrmir Hermundarson er ókunnr.

9. Ætt Eyjólfs ábóta Hallssonar (St.2 i. 78.-79. o. v. sbr.
Dipl. Isl. ii. 19.—25.). — Karlleggr ættar þessarrar, að þvi er
hann verðr rakinn, hefst á ofanverðri II. öld, og er hinn fyrsti
í ættinni, er vér þekkjum, Gunnarr inn spaki £>orgrímsson, er
var lögsögumaðr 1063—65 og 1075. Vígdís kona hans var í
gegn um kvennkné í 3. lið frá Húnröði Mássyni (Isl. s.2 i.
186.). Sonr hans var Úlfheðinn Gunnarsson, lögsögumaðr 1108
—16, f 1116, er átti Kagnhildi Halls dóttur Eldjárns sonar
Arnórs sonar kerlingarnefs. Synir þeirra virðast hafa verið þrír:
Hrafn Úifheðinsson, lögsögumaðr 1135—38 og Gunnarr
Úlf-heðinsson, lögsögumaðr 1146—55 og Brandr prestr
Úlfheðins-son, er talinn er prestr norðr í Prestatali 1143, og þess getr
(St.2 i. 44.), að Sturla fórðarson hitti hann að Vallalaug á
norðrför sinni (1150). Hann andaðist 1158 (Ann.). f>eir
Úlf-heðins synir hafa verið fjórmenningar við Klæng biskup þannig:
j Eldjárn—Hallr—Ragnhildr—Ulfheðins synir
Arnórr kerlingarnef-| Haildóra Arnórr—f>orsteinn-Klængr biskup.

Hrafn Úlfheðinsson lögsögumaðr andaðist 1139. f>orgerðr
kona hans var i 4. lið i gegn um kvennkné frá Önundi inurn
kristna (ísl. s.2 i. 230.). Börn hans voru Hallr prestr og
Hall-dóra, er átti Hrafn ábóti Styrmisson (f 1171). Hallr prestr
Hrafnsson bjó á Grenjaðarstöðum. Með honum voru þeir
Ingi-mundr prestr forgeirsson og Guðmundr Arason, fóstri hans,
vetrna 1174/í8 (— eigi með ’Hrafni Hallssyni’, svo sem stendr

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0540.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free