- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
549

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ÆTTIR í STURLUNGC. 549

vegöndum Jóns króks, bróður síns, grið). Eptir hann eru til
færðar tvær vísur um Sauðafells-för Vatnsfirðinga (1225: »Hörð
er heimsókn orðin« og »Felld var Ysja aldri«). Lítill var hann
vinr frænda sinna flestra nema Sighvats Sturlusonar
(móður-bróður síns). Svertingr bjó fyrst í Evammi, en Sturla
Sighvats-son hafði af honum landið, og lét koma í hendr þórði
Sturlu-syni (móðurbróður Svertings, en föðurbróður sínum). Síðan bjó
Svertiugr í Fagradal. f>á er Jón prestr krókr bróðir hans var
veginn (1229), tók Sturla Sighvatsson grið af honum til handa
vegöndunum. Ar 1234 fór Órækja Snorra son í Saurbæ og
gjörði bú á Staöarhöli. »Skyldi þeir Svertingr forleifsson þat
eiga báðir samt, ok var bann (o: Svertingr) fyrir«. Ár 1235
fór Sturla fórðarson til Saurbæjar, »ok réð búlag við Sverting
á StaðarJt,óli«. Ár 1238 vildi Sighvatr Sturluson fá Hvamms
land til handa Svertingi af Böðvari pórðar syni Sturlu sonar, er
eignazt hefir Hvamm eptir f>órð föður sinn (f 1237), en Sturla
Sighvatsson mælti heldr á móti, og fekk Sighvatr ekki landið.
Ár 1242 og 1244 bjó Svertingr í Hvammi. Steinarr hét sonr
Svertings (St.2 i. 270., 289,—290., 297., 326., 335., 359., 394.,
ii. 7., 48.).

JDufgúss porleifsson (sjá um ætt hans einkum St.2 i. 273;
— þar er jpórðr Sturlu son i Hvammi talinn móðurbróðir hans)
átti konu þá, er Halla hét Bjarnardóttir. Hann bjó fyrst að
Sauðafelli (u. 1215) og síðan í Hjarðarliolti. »J>ótti hann þá
mestr bóndi í Döium«. Ar 1225 varð hann fyrir áverkum af
forgilsi Snorrasyni í Skorravík. Eptir það keypti hann
Baugs-staði suðr að Flosa presti Bjarnasyni og réðst þangað. Ár 1238
bjó hann á Strbnd í Sélvogi. Lét þá Gizurr þorvaldsson ræna þar
búfé öllu, svo að lið hans var örbirgt eptir, og sáu bændr fyrir því.
Ár 1242 var »Dufgúss karl« i Stafaholti (St.2 í. 232., 273.—
275., 366., ii. 22.). Synir Dufgúss og Höllu voru þeir Björn
drumbr, Björn kægill, Kolbeinn grön og Svarthöfði.

Björn drunibr Bufgússon (’Drumb-Björn’: St.2 i. 160.) var
lítt í herförum, þótt hann kæmist eigi með öllu hjá fylgd við
frændr sína Sturlunga. Hann bjó í Hjarðarholti 1242 (St.2
ii- 3.) og lengi síðan (ár 1255: St.2 ii. 224.). Árni biskup
|>or-láksson tók af honum staðinn, en Björn drumbr settist aptr á
staðinn 1284 og var þá forboðaðr og dó í forboði. Ár 1289 var
hann grafinn upp að boði Jörundar biskups og leystr (Bp. i.
734., 779.). Ekki getr niðja hans.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0559.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free