- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
556

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

556

ÆTTIR í STtJRLUNGU.

stein Hjálmsson á Breiðabólsstað, og nefni þá alla Húnröðlinga.
Naumast gátu allir þessir verið komnir af Húnröði, föður Jóns,
— að líkindum eigi nema pórðr einn —, enda gat naumast
ætt-bálkr þess Húnröðar verið orðinn svo fjölmennr þegar í þriðja
liö, að um riiðja hans yrði sagt, að þeir væri þann tímaíhverju
hvisi. Tilgáta dr. B. M. Ó., að Húnröðlingar hafi eigi aðrir
kallaðir verið, en niðjar Húnröðar, föður Jóns, getr því naumast
rétt verið, og hyggjum vér, að ætlan J. S. (Dipl. Isl. i. 579.)
og G. V. (St.2 Gen. iii. 9.), að ættin sé kennd við Húnröð
Másson, hafi við betri rök að styðjast. En það kemr engan
veginn i bága þar við, að ætt Ævars ins gamla hafi
upphaf-lega verið kölluð iEverlingar, en að það nafn hafi á 12. og 13.
öld verið týnt eða gleymt, og einungis við haldizt í
’Æverlinga-goðorð’, og verðr þá um leið skiljanlegt, að nafn goðorðsins hefir
einungis geymzt í afiagaðri mynd (’Eyvellinga-goðorð’ eða
’Ávell-ingagoðorð’), er uppruni þess hefir gleymdr verið, er Sturlunga
var í letr færð.

pórðr Jónsson hefir verið auknefndr ’girðinef’ (eða
’girði-nefr’ sbr. Girðinefsgata: St.2 i. 231.). Hann bjó að Ásgeirsá, og
er alllíklegt, að Jón Húnröðarson faðir hans hafi og búið þar.
Eigi er þess getið, hvers son Húnröðr, faðir Jóns, hafi verið.
En eigi er efanda, að hann hatí verið Húnröðlingr, kominn af
Húnröði Yéfreyðarsyni, og gæti sá Húnröðr eptir tímanum vel
hafa verið sonr Hafliða Mássonar, eitt hinna mörgu barna Haíliða
og f>órríðar Sturlu dóttur fjóðrekssonar (St.2 i. 7.), og hefði þá
fórðr að Ásgeirsá verið 4. maðr frá Haliiða. fó þykir öllu
líkara, að Húnröðr, afi þórðar, hafi verið sonarsonr eða
dóttur-sonr Hafiiða, og |>órðr þá 5. maðr frá honum. Verið gæti og,
að hann hefði verið af annarri kvísl Húnröðlinga en Hafliði.
Bróðir Jóns Húnröðarsonar virðist hafa verið Magnús, faðir
Húriröðar, er vann á Sturlu Sighvatssyni á Örlygsstöðum (1238:
St.2 i. 377.), og systir Jóns ónefnd var móðir Húnröðar, er vá
Eyjólf, son £>órðar að Ásgeirsá, að hestaþingi að Vatnsenda í
Vestrbópi (1183: St.2 i. 101. = Bp. i. 427.-428 ).

lllhuyi Bergþórsson bjó að þorkelshvoli. Hann lét fót sinn
i bardaganum á Mel 1216. Faðir Illhuga var Berfjþórr
pórðar-son, er týndist á Stangarfola (1189: Ann.). Faðir Bergþórs var
pórðr Ivarsson (stundum rangt nefndr ’Einarsson’ og -Másson’
í St.2, — sjá Tímar. Bmfél. ii. 13. ath. 3.). Fyrir honum var
veginn húskarl að hestaþinginu að Vatnsenda 1183. Bróðir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0566.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free