- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
620

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

620 UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

stofni. Húnar heita bjarndýrs-ungar, en Húna kölluðu
forn-naenn líka herþjóð nokkra, sem átti að hafa lifað lengst fram í
forneskju, og eignuðu menn þeim ýmsar fornaldarleifar.
Afar-gamlar steinaldar-dysjar eru kallaðar á fýzkalandi Húnengráber
(Húnagrafir) og á Jótlandi Hjyn-Ovne, en Danir kalla þær
ann-ars Kæmpehöje og Jættestuer, og benda nöfn þessi á það, að
þær hafi verið eignaðar Húnum, sem menn héldu að hefði verið
tröllaukin þjóð í fyrndinni, er væri fyrir löngu liðin undir lok,
en hefði fyrrum vakið mikla styrjöld í mannheimi (sbr. V. R.,
Germ. M. I. 209). í þjóðabyltingunni miklu á 4. og 5. öld
kom Mongólaþjóð nokkur austan úr Miðasíu, og réðst á Gota
(Hreiðgota), er bjuggu við Svartahaf, og með því að þetta voru
ljótir menn og tryltir og ákafiega hergjarnir og grimmir, þá var
engin furða, þótt Gotar nefndu þá Húna, eptir hinni fornu
herþjóð, og var því meiri orsök til þess, sem það þykir mega
ráða af kínverskum árbókum, að þessi þjóð hafi sjálf kallað sig
Hiongnu, því að það nafn gat vel mint á Húna. Stundum er
norðrhluti pýzkalands nefndr Húnaland í fornsögum, og þar hefir
Aikwin (f 804) heyrt að Húnar ætti heima, en annars er
af-staða þess óvís. J>egar mannanöfn voru dregin af þessum stofni,
hafa menn víst helzt haft Húna-þjóðina í huga, svo að Húnn
táknar þá húnskan mann, eins og Finnr íinskan, og Saxi
sax-neskan mann. Sjáifsagt er það samt forneskjuþjóðin, en ekki
hinir mongólsku Húnar, sem nöfnin standa í sambandi við, því
að Jornandes sagnaritari Gota (um 550) nefnir son Jörmunreks
hins rika Húnmund, en Jörmunrekr var kominn að fótum fram
af elli, þegar Húnar óðu fyrst inn í Norðrálf’u. Hjá forfeðrum
vorum tíðkuðust nöfnin Húnbogi, Húngerðr, Húnn, Húnreðr (á
þ. Hunfried eða Hunfrid, á fr. Hunfroi), og ef til vill fieiri. Nú
eru slík nöfn mjög fátíð, þó finnast enn Húnbjörg og
Hún-bogi, og jafnvel Húni, sem finst eigi að fornu, nema í
Dan-mörku (0. N.).

71. Höskuldr er alkunnugt nafn af fornsögum, og tíðkast
enn hér og hvar meðal vor. |>að er liklega sett saman af
lýs-ingarorðinu höss = grár (dökkgrár, blásvartr, sbr. lat. caesius),
og kollr (á manni) og þýðir þá eiginlega s. s. »grákolIr«. Nafn
þetta finst líka ritað Höskollr og Höskullr (Dipl. Isl. I. 400,
Sturl.), en er skotið inn í til hljóðfegrðar. 1 árbókum
Rússlands eptir Nestor er Væringja-höfðingi nokkur í Garðaríki

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0630.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free