- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
659

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

598 tJM ÍSLENZK MANNANÖFN.

659

Lofðason, ættfaðir Lofðunga). Nafn þetta virðist hafa verið iítt
eða ekki tíðkað í Noregi í fornöld, fyr en það varð ættgengt í
Reinsættinni, er komin var af Skúla »konungsfóstra«, sem
kall-aðr er sonr Tosta jarls Guðinasonar af Englandi. Móðir Tosta
jarls var Gyða, systir Úlfs jarls forgilssonar 3prakaleggs, er Saxi
telr sænskan að ætt, enda benda ættarnöfnin (Úlfr, Eilífr, Tosti)
til þess, að hann hafi verið nákominn Sigriði stórráðu, dóttur
Sköglar-Tosta, og svo segir í Hemings þætti (Rvík 1855) að
drotning Játvarðar konungs (systir Tosta jarls) hafi verið í
frændsemi við Sigríði stórráðu. Skúla-nafnið finst og í ætt
Orkneyjajarla, enda getr saga Hálfdanar Eysteinssonar, sem á að
vera af forfeðrum Rögnvalds Mærajarls, um Skúla jarl í
Garða-ríki, og bendir það á austrænan uppruna nafnsins, er finst líka
á rúnasteini í Svíþjóð (Rv., Dietr.). 1 Danmörku finst það að
eins í örnefnum (0. N.). Á íslandi var það ættgengt hjá
Mýra-mönnum, því að Skúli hét einn af sonum forsteins Egilssonar
að Borg, og síðan fleiri af þeirri ætt. fess er tilgetandi, að
nafnið stafi þar frá ætt Jófríðar, konu £>orsteins, en dóttur
Gunnars Hlífarsonar. Gunnar átti dóttur Ólafs feilans, er kann
að hafa talið ætt sína til Lofðunga fram í kyn (sbr. orð pjóðólí’s
hvinverska í Ynglingatali um Ólaf trételgju: »Sá áttkonr j frá
Uppsölum | Lofða kyns | fyrir löngu hvarf«). En verið getur líka,
að Gunnar hafi sjálfr átt Skúla-nafnið í ætt sinni. Faðir hans
er hvergi nefndr, en móðurnafn hans hefir gengið í föðurætt
Helga magra, er var kynjuð af Gautlandi, en verið annars fremr
fátítt, og mætti geta til, að Gunnar hefði annaðhvort verið sonr
Hlífar, dóttur Torf-Einars jarls, Rögnvaldssonar Mærajarls, sem
talin er í Fms. II. 210 amma Hjalta Skeggjasonar, eða þá
hálf-bróðir þeirra bræðra Atla, Álfarins og Auðunar stota, sona Vala
hins sterka, hirðmanns Haralds hárfagra (Ln. II. 6), því að Hlíf
er nefnd móðir þeirra, og fleiri fágæt nöfn finnast bæði í
ætt Gunnars og þeirra (Höggvaudill, Álfarinn, Saxi, Goti,
Hólmkell) sem vísa helzt á austrænan uppruna. Annars virðist
Skúla-nafn hafa verið fremr sjaldhaft hér á landi í fornöld1), en

’ Hinn eini ma3r með þvi nafni, sem getið er um á Sturlunga-öld,
er Skiili þorsteinsson undir Hrauni (Staðarhrauni, SturlIII. 15),
er virðist hafa verið af ætt Mýramanna. I Ln. (II. 8) er nefndr
Skúli Jörundarson (11. öld), er kann að hafa verið kominn frá

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0669.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free