- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
690

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

690

UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

algengt nafn í Danmörku, en Hannesar-nafnið hefir komizt í
ís-lenzkar ættir frá Hannesi Bggertssyni hirðstjóra snemma á 16.
öld, og tíðkast nú víða um land. Sömuleiðis hefir hin þýzka
nafnmynd Jóhann breiðzt hér út á seinni öldum, og loksins
Jó-hannes, sem er tekið óbreytt eptir nýja testamentinu. Nú eru þá
þessi 6 nöfn tíðkanleg hér (Jón, Jens, Jóhann, Jóhannes, Hannes
og Hans), sem öll eru sprottin af Johannes (hebr. Jehohanan)
auk þess sem Jón hefir verið sett saman við íslenzka orðstofna,
sem ætti als ekki við að gangast. Ennfremr er
kvenmanns-nafnið Jóhanna af þessum rótum runnið, og ýmsir miðr
heppi-legir nýgjörvingar (Hansína, Jónína, Jónea o. s. frv.).

Magnús kemst næst Jóni af öllum útlendum
karlmanna-nöfnum, enda var það snemma tekið hér upp. Hið latneska
orð magnus (o: mikill) var kenningarnafn Karls keisara (hins
mikia = Karlamaguúsar), er tekinn var í helgra manna tölu
og síðan opt og einatt nefndr kenningarnafninu einu (St. Magnus).
t>ví var það, að Sighvatr skáld lét son Ólafs konungs helga
heita Magnús (árið 1024) »eptir Karla-Magnúsi«, er hann vissi
»mann beztan í heimi« (Hkr. 366) eða »frægastan konung í
frá-sögu« (Fms. IV. 275), varð sá sveinn síðar konungr og nefndr
Magnús góði (1035—1047). Mun hann hafa bor’ið nafn þetta
fyrstr manna á Norðrlöndum, og frá honum hefir það breiðzt út
um Noreg, Svíþjóð og Danmörk og jafnvel til pýzkalands (með
Úlfhildi systur hans, er átti Ordulf hertoga á Sailandi).
f>or-steinn Síðu-Hallsson lét son sinn heita eptir honum, og var sá
Magnús afi Magnúsar biskups Einarssonar (f 1148). Eptir það
fer nafnið að tíðkast meir og meir hér á landi, og má heita
orðið algengt á Sturlungaöld. Má vera, að það hafi nokkuð
stutt að útbreiðslu þess, að Magnús Erlendsson Orkneyjajarl
(f 1115) komst í helgra manna tölu.

Páll (lat. Paulus o: lítill) var einnig meðal hinna fyrstu
nafna, er forfeðr vorir tóku upp með nýja siðnum, og hefir það
fengið íslenzkt snið og náð snemma talsverðri útbreiðslu (sjá
Sturl. og ísl. A. — í Dipl. Isl. I. 185—86 eru nefndir árið
1143 Páll Bjarnason og Páll Sölvason, f 1185).

Pétr (gr. Petros o: steinn) var sömuleiðis tekið snemma upp
hér á landi (Ln. III. 1), en virðist hafa verið minna tíðkað en
Páll, og er það reyndar enn, þótt nú sé lítill munrinn.

Markús (lat. Marcus o: hamar) mun hafa verið algengara

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0700.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free