- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
692

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

692

UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

helgra meyja, er píslarvofctar urðu, og síðan uppáhalds-dýrðlingar
kaþólskra manna. Dætr Inga Svíakonungs Steinkelssonar hétu
Margrét (Friðkolla), Kristín og Katrín. og dóttir Blót-Sveins
Cæcilia, var hún móðir Eiríks konungs helga (f 1160), og frá
dætrum Inga konungs voru komnar ýmsar drotningar og
kon-ungadætr á Norðrlöndum er hétu sömu nöfnum og þær, (Fms.
IX. 318, 324, 335, Hkr. 676), en hingað munu Katrín og Kristín
hafa komið nokkru seinna (sbr. lsl. A. við árin 1298 og 1332).
Agnes og Anna, Elín (gr. Helene), Elísabeth (hebr., breytt af
fornmönnum í Ellisif, Hkr. 558, Bp. I. 681). María (hebr.
Mirjam) og Marín (Bp. I. 676, lat. Marina), eru og nöfn helgra
kvenna, sem öll hafa lengi tíðkazt hér á landi, þótt þau hafi
haft misjafnt gengi, og sum sé nú almenn, en önnur fremr
fá-gæt. Allsnemma hefir og Sofía farið að tíðkast, því að svo hét
móðir Lopts ríka, en seinna munu Jóhanna, Kristjana og Rósa
hafa verið tekin upp, þótt þau nöfn sé nú orðin nokkuð algeng
víða um land.

Einstöku dýrðlinganöfn, er komið hafa hér nokkuð snemma,
hafa þó ekki náð neinni verulegri útbreiðslu, svo sem Agatha
(Sturl.1 I. 183, Bp. I. 680), Rakel (Sturl.1 II. 105), Valentinus
(Bp. I. 646) eða írsku meyjanöfnin Brigida (Hkr. 576, 744,
seinna Brigget, Bríet) og Sunniva (Fms. XI. 311, Sturl.1 III.
140), er voru mjög snemma tekin upp af Norðmönnum, og hafa
seinna komizt hingað, en verið liklega alt af heldr sjaldhöfð og
finnast uú óvíða; ennfremr Ríldssa (Sturl.1 III. 222), Rissula
(Sturl.1 I. 52) og Vincentius (Sturl.1 I. 93), er munu vera alveg
lögð niðr, sem betr fer. Mætti gjarnan fara sömu leiðina mikill
fjöldi af ófögrum og óþjóðlegum nöfnum, sem lýtir nú
móður-mál vort og ber vott um smekkleysi og ræktarleysi við íslenzka
tungu og þjóðerni.

f>að er miklu hægra að innleiða útlend og óliðleg nöfn en
að útrýma þeim aptr, því að allr þorri almennings heldr enn fast
við þann sið, að láta börn sín hjita beint eptir nánustu
skyld-mennum og vinum, einkanlega foreldrum sínum, hvernig sem
nöfnum þeirra er háttað, en ef eitthvað er út af þvi brugðið og
breytt til, er það opt í þá átt, að setja það sem er útlent eða
lakara í stað hins innlenda, góða og gamla, t. d. Theodor fyrir
þórðr, Jens eða Guðjón o. fl. fyrir Jón, eða gjöra íslenzk
karl-mannanöfn að kvennanöfnum með latneskum endingum, t. d.
í>orvaldí«a o. s. frv. þetta þyrfti endilega að færast í betra og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0702.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free