- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
708

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

RlTGERí) JÓNS GUÐMUNDSSONAR LÆRÐA. 708

sod var ektamaður Guðlaugar1), minn móðurfaðir3). Eg var fimm
vetra, þegar Guðlaug amma mín deyði, en níu vetra, þá séra
Indriði sofnaði. Slíkir eru nú færri. Eg bar honum vatn opt þau
þrjú hans síðustu ár.

1 Fyrri maður Guðlaugar var Andrés launson Björns þorleifssonar
á Reykhólum, og var kaupmáli þeirra gerður i Kálfanesi 1537 (Árh.
Esp. III 114). Guðlaug hefur dáið 1679, því að Jón dótturdótturson
hennar segist hafa verið 5 vetra, er hún lézt.

2 Séra Indriði var einn meðal þeirra 11 presta, er á alþingi 1550
úrskurðuðu Jón hiskup Arason löglegan yíirmann
Skálboltsbisk-upsdæmis (sbr. L. Harboe, Om Reformationen i Island i Vidensk.
Selskabs Skrifter 2. Afhandling bls. 56—58). því næst er séra
Indriða getið í bréfi 31. maí 1561, þar sem hann skýrir frá
hví-líkan eið hann stafaði Ragnhildi Jónsdóttur (systur Guðlaugar konu
hans), er hún sór börn sín: Pál. Guðrúnu og Ingibjörgu upp á séra
þorleif Björnsson á Reykhólum. Eigi er séra Indriði talinn meðal
presta á Stað í Steingrímsfirði, en þó hefur hann líklega þjónað
því kalli fremur en Kálfanesskirkju einni. þá er Staðarhóls-Páll
hafði kóngssýslu millum Geirshólms og Hrútafjarðarár »kvaddi
hann séra Indriða (19. ágúst 1574) til löglegrar umgerðar þeirra
á millum um það hald, meðferð, spilling á húsum, töðum og
engj-um á jörðunni Kálfanesi, hverja jörð séia Indriði um mörgforliðin
ár hafði haldið upp á sinnar kvinnu Guðlaugar vegna o. s. frv.«
Samdist þetta svo »að þau séra Indriði og Guðlaug lögðu Páli aptur
24 hdr. í Kálfanesi, en tóku aptur við Ósi föðurarf Guðlaugar,
lof-uðu þó þar hjá að selja siðan Páli Ós fyrir 24 hdr. í góðum
þriðjunga-peningum til að sleppa fyrir álögum og réttarfari fyrir húsahrörnan,
taðnaspilling og engja« (sbr. afskr. í ættatölum Steingríms
bisk-ups bls. 3460). S. d. (19. ág. 1574) seldi Magnús Indriðason (son
séra Indriða og Guðlaugar) Páli þau 16 hdr. í Kálfanesi, sem voru
auk þeirra 24 hdr., er Jón heit. þorbjarnarson móðurfaðir
Magn-úsar hafði gefið í öndurðu sinni dóttur Ragnhildi í heimanfylgju
etc. Er svo að sjá, sem Páll hafi áður .haft umráð yfir þeim hluta
(24 hdr.) í Kálfanesi, er séra þorleifur Björnsson maður
Ragn-hildar átti, en viljað ná undir sig allri jörðunni og þess vegna kært
séra Indriða fyrir jarðarspell, en stutt hann svo á eptir, því að
það er þessi séra Indriði, sem Espólín (Árb. V 23) getur um, að
Gísli biskup Jónsson hafi sett af embætti fyrir páfavillu (eða
ónytj-ungsskap?) um 1575, en Páll hafi dregið taum prests, og viljað
láta hann samt sem áður þjóna Ivaldrananesskirkju (ef til vill
rétt-ara Kálfanesskirkju?), og þess vegna hafi orðið kalt af þvi og öðru
milli biskups og Páls. það er og eigi liklegt, að Jón lærði
dott-urson séra Indriða hrósaði Páli. eins og liann gerir í rifgerð
þess-ari, hefði honum farizf illa við móðurföður hans. Séra Indnði

hefur dáið 1583, því að Jón segist þá hafa verið 9 ára gamall.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0718.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free