- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
714

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

714

RlTGERí) JÓNS GUÐMUNDSSONAR LÆRÐA. 714

Svartsætt: Svartur skáld, Guðrún, Önundur1), Snjálaug,
Guð-mundur, eg Jón. Svartur, sem forgjört var á Hellu, var og af
Svartsætt og bar hans nafn, líka sem þeir ungu prestar séra
Auðunn og séra Salómon af minni ættrót2), sem menn kalla
Salómons ætt.

[Frá Ámnnda f Stranmflrði o. fl.] Séra Indriði Ámundason,
kenndur vísi; séra Indriði minn móðurfaðir útlærði við
Eyjar-skóla3), en varð ei viðbætt. Ámundi bjó í Straumfirði á Mýrum
en skagfirzkur að ætt, átti íjölda barna og þrjár jarðir. Hans
fann eg slekti um alla Mýrasveit þremenninga mína og tvær
Kristínar nánari, allt vestan frá Hvítárnesi og upp að Norðurá,
af Salómoni Ámundasyni og Ámunda dætrum. Sá stóri Ámundi
þjóðsmiður felldi saman atkerislegg þýzkra manna og setti saman
8 smiðjur á einu bergi, fekk þar fyrir 10 hdr.; þeir sögðust
gefa honum 3 hdr. fyrir þau stóru 3 sleggjuhögg, sem hann sló
fyrst saman í bálinu etc. Hann er uppmálaður í Álptanesskirkju
á Mýrum af herra Marteini biskupi Einarssyni og þar liggur
hann. Móðir séra Indriða og allra Ámunda barna var Guðrún
Jónsdóttir, ættuð vestan úr Steingrímsfirði, komin af ætt
Skelja-víkur-Gunnu, sem var ættarmóðir margra, sem þau heruð byggðu
eptir miklu plágu. Skeljavík er kirkjueign og liggur þar næst
suður frá etc.

Sú önnur dóttir Jóns f>orbjarnarsonar systir Guðlaugar

Tröllatungu, er sagt er, að brotið hafi Mókollshaug (sbr. Árb. Esp.
V 124). Jón segir síðar hér í ritgerðinni, að silfurberg hafi
fund-izt i Mókol’.sdal á dögum Guðmundar Andréssonar á Felli, og
standa þessi ummæli hans hér eitthvað í sambandi við það.

1 Áður hefur hann verið nefndur Ásmundur, og getur vel verið, að
afritarinn bafi lesið nafnið skakkt á þessum stað, og Ásmundur sé
hið rétta. þó verður ekkert fullyrt um það, með því að annað er
ekki til samanburðar.

2 þ. e. séra Auðunn á Hesti (f 1669) og séra Salómon á Mosfelli i
Grímsnesi (f 1660) synir Jóns prests á Hesti Salómonssonar prests á
Húsafelli Guðmundssonar á Laxfossi Salómonssonar. Hvernig
skyld-leika þeirra við Jón lærða er varið, verður ekki rakið. Ef til vill hefur
Ámundi smiður í Straumfirði verið Salómonsson og bróðir samfeðra
Guðmundar á Laxfossi, en nokkru eldri. Salómon hét og son
Ámunda, eins og síðar segir.

3 Hér er líklega átt við einhvern heimaskóla, er séra Indriði hafi
lært í. Orðin »en varð ei við bætt« virðast benda á, að kennslan
í skóla þessum hafi verið ófullkomin.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0724.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free