- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
719

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

RITGERÐ JÓNS GUÐMUNDSSONAR LÆRÐA. 719

brugðið, þegar hún dó. í þeim byl urðu víða skipskaðar,
hröp-uðu hús á íslandi en turnar utanlands.

Á hennar dögum var bóndinn Ólafur tóni, sem mest skal
hafa tíðkað hólgöngur á Islandi1). Eittsinn nær hann varð
öl-þrota að veita hústrúnni Ólufu á Hvoli í Saurbæ tappaði hann
hennar eigið öl úr kjallaranum á Skarði, þess slags, sem hún
óskaði. f>að tappagat eður hola er enn í klett eða stein fyrir
ofan staðinn á Hvoli. Straumfjarðar-Halla8) reyndi við hann
kunstir, vann veðféð og prísinn, sem þá var siður. Kona Ólafs
tóna brenndi höfuðbók hans eina heima í Saurbæ, en hanu
kenndi reyk bókarinnar út í Bjarneyjar 6 vikur sjávar og nokkuð
yíir á landi. Hann lét pilta sína (Dæmones credo) ryðja
Tóna-vör á Skarði vegna hústrú Ólufar og urðu ei kaupsáttir, því
veltu þeir bjarginu aptur í vörina og eltu Ólaf öfugan heim
aptur í Skarðskirkju, en hann sáði úr hveítibelg fyrir sig, en þó
þraut Ólaf fyr en þá.

hana (sem til er í frumriti) er dagsett á Skarði 15. apríl 1480, en
skiptin fóru fram 5 dögum áður.

1 þessi Ólafur tóni var Geirmundsson Herjólfssonar bróðurson
Hvala-Einars, er hingað flutti Svartadauða, en dótturson Ólafs tóna hins
eldra þorleifssonar frá Reykhólum Svartssonar. Sá Ólafur tóni
drukknaði í Steinólfsdalsá í Saurbæ 1393 (ísl. Ann. Havniæ 1847
bls. 362). í sögnum er þeim frændum og nöfnum blandað saman,
og hafa þeir ef til víll báðir verið fjölkunnugir. þó má telja vist,

að sagnirnar eigi fremur við Ólaf Geirmundsson, er Espólín segir
(Árb. II 44), að Straumfjarðar-Halla hafi fóstrað. Ólafur kvæntist
1446 Sigríði þorsteinsdóttur (Árb. Esp. II 44) og var þeirra dóttir
þorbjörg, er giptist Andrési Guðmundssyni frá Reykhólum 1461.
Espólín segir, að Ólafur hafi búið á Syðri-Rauðamel 1467, er hann

hjálpaði Ólöfu riku, sem fyr var getið (irb. II 69), en hvort sem
það er rétt eða ekki, þá er víst, að Ólafur hefur um hríð búið vestur

í Saurbæ (á Hvoli) og líklega andazt þar.

5 Um Straumfjarðar-Höllu eru ýmsar sagnir í ísl. þjóðsögum I 509
—513, og hefur hún haft mikið orð á sér fyrir fjölkyngi, enda er
hér sagt, að Ólafur tóni hafi ekki hrokkið við henni, og var hann
þó enginn angurgapi. Er þess getið t lsl. þjóðsögum (I 514), að

hann hafi boðizt til að taka Gufudalsháls og brúa með honum
Gils-fjörð, en bændum hafi þótt hann heimta ofmikla borgun fyrir

handtakið, og fórst svo það stórvirki fyrir. þar er og getið um
ruðning Tónavarar, en nokkuð öðruvisi en hér, og eigi er þar

minnst á púkana og hveitibelginn. Sagnirnar um ölseiðinn og
lykt-næmi Ólafs eru ekki í þjóðsögunum.

46*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0729.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free