- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
60

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

60

SKÝRSLUR OM SK.APTÁ RGOSIN.

fyrir norðan dalinn. 14. Junii dreif hér á Siðuna miklum
loðnu sandi yfir allt, en undir kvöldið féll yfir stórregn úr
mokknum so pestagtugt og lyktarslæmt að brjóstveikum
ætlaði að liða í brjóst og gátu ei andann dregið nema tii
hálfs. Um nóttina eptir voru þvílíkir eldskruðningar fram
eptir Skaptárgljúfri og með Arfjalii, að allt landið titraði og
skalf undir með iðuglegum eldglossum og stórskruggum so
fáir menn nutu hvíldar eður svefns alla þá nótt; nú
upp-brenndi eldurinn öll lönd og skóga millum Skálarstapa og
Nesrofa, ásamt allt Brandaland, er Kirkjubæjarklaustri tilheyrði,
komst eldsflóðið austur á móts við Holltsgarða og nam þar
sta&ar um stund. Hér á minnst loðnu sandfall og
brenni-steinsregn verkaði þá óheilnæmi i veðurlopti og á jörðu, að
grasið varð gult og bleikt og allra skepna fætur, sem um
það gengu, gular og sárar, gulir flekkir og dropar sáust og í
gegnum klippinga af skepnum þeim, er dóu. J?ær feldil sig
ei við að bíta jörðina, ráfuðu í burtu hingað og þangað,
sumt fannst dautt af fénu hrönnum bæði á þurrlendi og í
vötnum, en sumt hefur enn aldrei fundist. Framar það fé,
sem fullfeitt var fyrir viku, fannst þá hordautt af grassins
ólyfjan, er það í sig dró, kýr og naut dóu einnig, sem ei
varð bjargað á heyi, hestar horuðust, en snöggdóu þó ekki.
Allt kvikfé tapaði nyt og lömbum, þau sem náðust voru
skorin til matar, allar kýr töpuðu nyt og holdum, sumar urðu
strax steingeldar, mjólkin úr hinum varð römm og ódrekkandi
nema flóuð væri. Egg sem fundust í hreiðrum landfugla, sem
og burtflúðu, voru ei vel æt af brennisteinslit og smekk, allar
uppsprettu ár og lækir ásamt tjarnir fengu ljósbláan Iit og allir
smásilungar, sem i þeim voru hér um pláss, fundust dauðir.

Þann 15., 16., 17. Junii voru enn þá viðvarandi skruggur
úr gufumokkinum, þá hélzt og sama eldrás við áfram í
hrauninu i suður og útsuður frá Skál, sem enn var standandi,
smaug þá eldurinn ofan i þau áður eldbrunnu og holu hraum
sem þar af belgðust svo hátt upp, að þeim það ei sáu mætti
virðast ótrúanlegt, fleygðust þeir gömlu klettar og stórbjörg
upp i loptið til og frá með stórbrestum einsog fallstykkjum
afhleypt væri, en dynkjum og skruðningi þá niður datt. Fór
eg með fleirum mönnum að skoða þessi býsn og numdi staðar
við hraunbelti gamalt fyrir framan Skálar grund, sem þá var
að brenna, var þá so mikill vind- og eldhvinur i hrauninu

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0072.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free