- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
63

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SKÝRSLUR DM SKAPTÁRG OSIN.

63

orna- og instrumentis. Þá brunnu og Hólmar,
Þykkvabæjar-klausturs jörð, með túni og högum. 22. stóð kirkjan og
bærinn ei alleinasta í björtu báli, heldur hljóp eldurinn þann
og eptirkomandi dag austur allan Steinsmýrarfljótsfarveg
og nam staðar fyrir ofan Efri Steinsmýri, þar fljótið rann
eina 80 faðma frá túnhalanum, hljóp so suður um fletina og
aftók og uppbrenndi Efri Fljóta, so yfir alla þá haga og yfir
Feðgakvísl og brenndi Syðri Fljóta, báðar þessar jarðir einar
með þeim beztu, er Kirkjubæjarklaustur átti, hélt so eldurinn
í suður útsuður frá Efri Steinsmýri með bökkum
fljótsfarvegs-ins og fram í mýrina fyrir austan Hnausa, er nú frá
hraun-beltinu að Syðri Steinsmýrar túngarði rúmir stórt hundrað
faðmar, Iiggur so með þessum hraunsbrúnum ferðamanna
vegurinn útað klausturjörðinni Hnausum, sem eru nú yfir og
umflotnar með vatni og bleytum og aldeilis óbyggjanlegur;
fyrir Iandnorðan og ofan Hnausa er stórt vik uppí þetta nýja
hraun, kemur þar fram úr vatn mikið, sem er Feðgakvísl og
fljótið með, að því sem ráða má af vatnsmegni því, sem þar
fellur enn þá dreift fram á mýrina og uppfyllir öll engja- og
hagbeitar lönd, sem þar voru fyrir framan, allt að gljábökkum,
og sést ei enn fyrir það skaðræði, er orsakast mun af því
vatni, so vel upp á lönd sem vegi. Frá Hnausum liggur nú
það nýja hraun til vesturs og útnorðurs allt að Landárfarveg,
uppbrenndi eldurinn á þeim vegi stórmikil mela og
hagbeitar-lönd, item Þykkvabæjarklaustursjörð Botna, er var fyrir ofan
og útnorðan Hólmasel fyrir vestan Steinsmýrarfljót. ]?ann
23., 24., 25., 26. Junii hélst við hin sama eldrás úr
Skaptár-gljúfri með jarðarhræringum í bland, þá gengu og miklar
skruggur og eldingar allt umkring oss, sem engum manni
varð þó meint af. Sú brennisteinsfýla og svæla, sem hér var
um þá daga, færðist viða um land og hleypti bæði visnan og
þeim gula lit á allt gras.

Þann 27. dreif hér heilmiklum sandi yfir allt á Síðunni,
nóttina og daginn þar eptir kom sterkur vestanvindur, er
sandinum fleygði nokkuð af grasinu aptur. 28. var sami
vestanvindur, hélt þá frá oss á Síðunni nefndum sandmokk
og austur á Fljótshverfið og fleygði þar yfir stórum vikri
og sandi, er gjörðu þar jörðu á þessu sumri aldeilis óslæga,.
sem raun gefur vitni, þar sú heila Kálfafells kirkjusókn er
nú aldeilis í eyði að fráteknum Núpstað, sem stendur austast^

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0075.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free