- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
166

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

166

ANNÁLL MAGNÚSAR MAGN ÚSSONAR.

einkannlega i Hrisei hiá Þorvarðe þar búanda ríkum manne,
við hvornn hann hans mág og dðtter þeir illa að sögn
höndlað hefðu —

Um nóttina millum þess 26 og 27 aprilis hefur trúanlegðt
fólck i Danmörck tekið til vara að loftið var so biart, að
menn kunnu að siá að lesa allra handa skrif, hvar efter menn
sáu á himnenum so sem fiall, sem fullt var með stiörnnur
með 4 mióum turnum, sem geck up i norðre, enn hvarf þá
það kom i suður — Strið í mille danskra og svenskra,
keisarans og franskra sem viðar eins og firra árið — Um
nóttina millum þess 11. og 12. maí sáu menn tvo stríðsskara,
eður hermanna hópa annan af austre enn annan af vestre,
hvornn mót öðrum uppkoma og í striðsorðu saman stríða og
villde hvor annan ifuervinna og varð sá úr austre kom
ifuer-unnenn og flúðe og hvarf, litlum tíma þar efter kom hann
fram aftur og geck þá sá sem stóð í vestre betur fram í
móte hinum og varð meir og meir sterkare, hvar firer sá i
austrinu var hvarf og þar kom ein ótelianleg merð af fólcke
í hópatale hlaupande til þess stríðsskara sem var mót vestrinu
og þá þetta var allt horfið tilsinde sig uppá nitt í vestre ein
persóna á heste með útriettum örmum og einu sverðe í
hendinne, enn strax þar efter varð bæðe hestur og maður
að krónu og hvarf i mót austre, hvar af loftið varð alldeilis
rautt —

Um nóttina millum þess 22 og 23 maí var aftur meir
enn af 200 persónum 2 striðsskarar einn af norðre og annar
af suðre siener á himnenum og var þar ein stór stiarnna
firer hvorium her, sá skare sem stóð í norðre dreif first þann
skara sem stóð í suðre nockuð til baka, enn síðast fieck
þesse ifuerhönd og iagaðe hinn sliett burt — Þann 26 mai
slóust þeir dönsku og svensku og töpuðu þeir svensku slæginu
og mistu mikið herfang með 125 soldátum og mörgum háum
ofiseurum fönguðum —

fann 1 iuni hielldu þeir dönsku og svensku sióslag
saman, hvort slag þeir dönsku unnu og naaðu 7 stórum
stríðsskipum, 282 fallstickium, 1122 bátsmönnum, 332 soldátum
frá þeim svensku að auke þess sem á skipunum fallið hafðe
— Af eirnnre útskrift sem fanst hiá einum svenskum fanga
vitnaðist að þeir svensku hefðu látið í því síðasta felldslæge
sem þeir hielldu við danska þann 4 december anno 1676,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0178.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free