- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
233

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192 SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS.

233

og bygð, sem er vestan undir Hjörleifshöfða, sem áður er
sagt; var það pláss i eyði og óbygt hér um í 30 ár1), þá einn
karl, er hét Þorvarður Steinsson, reisti þar litla bygð aftur
uppá höfðanum að sunnan og framanverðu, sem ennþá helzt
við. Eru svo hér uppteiknaðar þær sérlegustu skemdir og
umbreytingar, sem þessi tvö jökulhlaup verkuðu og eftir sig
Iétu, sem þeirra ævarandi minningarteikn sýna.

í handritasafni Jóns Sigurðssonar nr. 422—4° er stutt
skýrsla á dönsku um Kötluhlaupið 1721, eftir Bjarna prófast
Þorleifsson á Kálfafelli i Fljótshverfi. Frumritið hefi eg ekki
séð; þessi skýrsla i hdr. J. S. er dönsk þýðing með hendi
Jóns Marteinssonar með hans vanalega vonda og bjagaða
máli, en lítið er á henni að græða og segir þar ekkert frekar
eða nánar frá atburðum en í hinum skýrslunum.

Um gos þetta segir Svarfaðardals annáll (Lbs. nr. 158—4°
bls. 318—19): »1721, 11. maí, 4. sunnudag eftir páska, en 3.
í sumri, að fögru veðri og hægu um hádegisskeið, heyrðust
dunur miklar í suðri þvilíkar sem skothríð væri, og gengu
síðan án afláts alt til næsta frjádags (16. maí), sást þá eldur
gjósa á loft upp, nær í hádegisstað, en þó ekki lengi, fylgdi
honum myrkur mikið suður yfir og suðaustur, er jókst þvi
meir sem á leið daginn, og var svo mikið um miðaftan og
þaðan af til náttmála að trautt mátti frá sér sjá, fylgdi myrkri
þessu sandfall svo mikið um Norðurlandið, alt vestur til
Svarf-aðardals, svo sporrækt varð á túnum, en hvorki náði lengra
myrkrið né sandfallið svo segja mætti; rigndi aftur af því
nokkra daga síðar, en þó ekki nærri líkt við það er greindan
dag varð«. Jón Espólin tekur þessa frásögn nærri orðrétta
úr Svarfaðardalsannál inn í Árbækur sínar (IX. bls. 58—59)
en bætir við: »þó er sagt að sporrækt yrði í Skagafirði;
eymdi af því nokkra daga«. I annáli einum úr Eyjafirði
(Thotts Samling nr. 509—8°) er sagt um gosið 1721: »Varð
að kveikja ljós á björtum degi í húsum. Þetta skeði að
nærri hálfvöxnu grasi, gjörðist hér i Eyjafirði sporrækt af

’) Annaö hdr. segir: bygöist 1750, í eyði 29 ár.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0245.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free