- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
246

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192

SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS. 246

klaustur, þau myrkur oftast varað frá 1. September til 14.
ejusdem, þá hafi allur skógur af öskufallinu falist og hulist i
Skaftártungu; þann I2ta September, þá vindurinn venti sér,
bar öskuna þangað; askan hafi verið á sléttrijörð i mitt læri;
þetta öskufall og sandfjúk hafi flogið yfir til Norvegs í ýmsa
staði; um þær ógnanir hefur sál. Þorsteinn Magnússon
sam-anskrifað eina relation, sem þrykt hefur verið í Kaupinhöfn
Ao. 1627, það ár Tyrkinn rænti ísland. Hvað lengi skaðinn
eður(!) ibúum landsins takmarka, sem askan og hlaupið
yfir-gekk, hefur verið, þar til í betra stand og samt lag komst,
finn eg ekki skrifað né hefi heyrt frá sagt.

Enn frá næstnefndu hlaupi liðu 29 ár inntil 1655(!) að
eldur upp kom í Mýrdalsjökli, skeði það hlaup nóttina eftir
allra heilagra messu um haustið, sem aftók bæinn Höfðabrekku,
hver eð þá stóð norðan undir fjallinu, á sléttu andspænis við
það nú stendur hann uppi á þvi. Alt sléttlendi(!) fór burt
alt að brekkunum, sem þá voru frá hömrunum til sléttlendis;
bærinn og kirkjan fóru i flóðin, en þáverandi þar prestur,
séra Jón sál. Salómonsson (siðar prófastur), tók ofan
klukk-urnar nær hann sá til hlaupsins og flutti þær upp í
brekk-una, áður kirkjuna aftók, hverjar klukkur fylgja nú
Höfða-brekkukirkju. Um nefndan hlauptima voru 2 menn í
Hafurs-ey, hverjir fortalið höfðu, að vatnið gengið hefði fram úr
skarð-inu á Eynni. Þegar þetta hlaup skeði, héldu
Þykkvabæjar-klaustur þeir bræður Einar og Hákon sýslumenn (Einar minn
afi). E*ar frá liðu 65 ár, þar til kom það ógnarlega hlaup in
Majo hérum 13da—14da 1721, þá tók af bæinn Hjörleifshöfða,
sem þá stóð vestanundir Höfðanum, þá tók og
graslendis-brekkur allar af neðan undir Höfðabrekkufjalli, sem hið fyrra
hlaup hafði eftirskilið af þeim undrum jökuls og vatns, er þá
fram rann í sjóinn; varð þá sjávargangur á land upp, sem
undan hlaupinu gekk; þá gekk sjórinn yfir fjörur bæði
aust-an Reynisfjalls og vestan, samt vestan Dyrhólaey og í Eyjar.
Lika kom til sjávarólga í Vestmannaeyjar, og hvað meira að
undra í Þorlákshöfn, þá voru kirkjuviðir allir tilhöggnir i
Skiphellir, sem vera áttu í Höfðabrekkukirkju, þá tók
hlaup-ið alt burt, komust sumir viðirnir i Seilu við Bessastaði á
Álftanesi. Jökuljakarnir komust og inniÖlvesá; jökull þessi
komst lengst i Reykjanesröst. Litilfjörleg aska féll í Selvog
og við Hraun i Ölvesi, en það vildi nærverandi jörðum til

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0258.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free