Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
192 SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS. 250
fór með tjöld uppá hæðir og hóla. Allan veg tók af yfir
Mýrdalssand og meir en 20 menn teptust á Austursveitum,
sem voru vestanyfir, frá 17. October til 7. Nóvember, þá
vendu á jökulinn 18 og komust yfir hann niður að sjó,
meint er, að vegur leggist aldrei meir framan Skiphellir eða
norðan Hafursey, steinn stóð upp á einum jaka hjá
Höfða-brekku, sem sambauð hverri stærstu kirkju í Mýrdal, þó hún
stæði upp á endann.
Um öskufallið.
Það komst lengst vestur að Leirá og austur í Djúpavog
og hefur mestan skaða gjört í tveim þinglögum, Kleifa- og
Leiðvallar, þar eru í klaustrin bæði Kirkju- og Þykkvabæir,
5 prestaköll, Kálfafell, Prestbakki, Ásar, Hólmasel
ogl?ykkva-bæjarklausturs prestsdæmi. Yfir öll þessi pláss dreif
ösku-fallið lengi, með blautum og glóandi jökulslettum, en þá
hörðnuðu urðu að sindri, vikur og ösku, sem kæfðu gras og
skóga öldungis, svo slétt varð yfir hæðir og hóla, svo allur
peningur sem ei var á gjöf, drapst öldungis. Fáar jarðir
munu byggjast næsta ár í Skaftártungu, Álftaveri og
vestar-lega á Síðu. Nú er 19. Februarii og sést ei lófavídd af
jörðu, vegna sands, samfrosta af blotum. Þann 13. Februarii
sáust 3 eldstólpar síðast upp úr gjánni; bóndinn Jón
Þor-varðsson, og kvenmaður nokkur stóðu úti fyrir húsdyrum
nokkrum í öskumekkinum, þar kom yfir þau hastarlegt
eld-slag, svo maðurinn datt niður og var strax dauður, .en þá
aðgætti, var líkaminn víða brunninn og meinast eldurinn hafi
hlaupið ofan í hann og fyrir brjóst honum, skyrtan og
brjósta-dúkurinn brunnu, en ei yfirfötin. Stúlkan brann á annari
hliðinni og höfðinu og braut sig svo bruninn út um
líkam-ann, hún deyði með miklum harmkvælum þann 29.
Nóvem-ber.
Hvað hér af orsakast hefur.
1° Ótti og andvökur, sem hræðsla af eldflugum og
jarð-skjálftum, 2° hryllileg brennisteinsfýla og ólykt fyrir vitum,
úti og inni, 3° hræðilegar dunur og skrugguhljóð fyrir
eyrum, 4° brennisteins og öskusmekkur i munninum, svo
menn og fénaður fengu bólgu og þrota í tannholdið, í hvert
askan fór og gróf sig þar út með vessa, 5° jörð og skógar
byrgt og fordjarfað af bruna og sandi, 6° þar fyrir stór
miss-ir og dauði allslags fénaðar, 7° fordjörfun á fötum og skæða-
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>