- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
271

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192 SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS. 271

norðlæg, sló bæði vindi og mökk vestur með jöklinum hér
að framan, svo litið eða ekki bar á sandrigningu á þessum
næstu bæjum við eldvarpið að sunnan. En um kvöldið og
nóttina eftir varð sandfallið sterkast afþvi, það nokkurn tíma
varð á fyrnefndum vestustu bæjum hér i sveit, alt út undir
Skógá; því þar plagar norðanáttin vegna lægðar og ávala
Mýrdalsjökulsins að slá beint suður eða fram úr Skógaheiði.
— Þennan sama dag — skrifar Austmann prestur — að frá um
miðsmorgunsleyti hafi vatnið þar verið að þverra, og Eirikur
segir, að um kvöldið muni fært hafa verið austur á Höfða,
en meinar, að þeim mun meira vatns-og jökulhlaup hafi
geng-ið fram yfir miðsandinn milli Höfðans og Bólhrauna og
jafn-vel fram yfir eða um kring siðarnefndan bæ. Snemma
dags-ins kveðst prestur hafa séð til eldvarpsins töluverða lægð í
falljökulinn, og vatnsrensli mikið fram yfir hann að ofan; en
að hallandi degi byrgði veðurmóða og mökkur, svo að
ekk-ert sást, hvað þar uppi fram fór, og um kvöldið gerði svækju
í Verinu og lítið eitt í Vík, en afrétt og fjöll norður
afHöfða-brekku alhvít af snjó.

Þann 28. var hér í Vík einsog daginn fyrir, logn og
þurt veður, en þykt loft með skýjadeild, nema hvað alt
him-inhvolfið var líkt sem þunnblikað af eldmóðunni, svo ekkert
sást til eldvarpsins, en dunur og reiðarslög heyrðust þeim
mun ógurlegri allan þennan dag. Um kvöldið og nóttina eftir
gjörði hér nokkrar regn-áleiðingar, hvar við sú lengi áður
dauð-þyrsta jörð endurlifnaði stórum, hvar sandi hafði ekki
rignt um of. En um nóttina og kvöldið fyrir hafði svo
sand-fent á Sólheimum, að af voru allir hagar, og húsagluggar svo
tilbyrgðir um morguninn, sem í mestu vetrarkaföldum;
sand-haglafannirnar svo harðar að varla markaði á þeim
manna-spor. Pennan dag reið eg austur að Höfðabrekku, austasta
°g hæstliggjandi bæ í Mýrdalnum, til að forvitnast um
ný-Vlrki þessa hlaups á Mýrdalssandi. Gengum við nokkrir
sam-an upp á Háfell, rétt fyrir austan bæinn, hvaðan vel má sjá
yfir allan sandinn. Virtist okkur þaðan sem hlaupið hefði
komið vestan til undan og fram af þeim inikla Kötlufalljökli
jafnvel nokkuð spýzt fram úr svokölluðu Remundargili á
Höfðabrekkuafrétti, með ógrynni af smáum ísstykkjum, ekki
stórum jökulbrotum, en þvi ineira af sandi og aur, gengið
strax fyrsta kvöldið fram i Múlakvisl, og fylt þar að mestu

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0283.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free