- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
279

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192 SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS.

279

bilið og hægur útrænublær á útsunnan, en kúfaður jökullinn
mjög i norðrinu af þokuskýjum bak við mökkinn. Meðan
heitast var dags rauk og gufaði upp úr öllum leirum, hvar
fyrsta jökulhlaupið hafði yfir farið, og lagði ódaun litt þolandi.
Undir kvöld setti hér yfir þoku með smáýrum í logni; 2 eða
3 hræringar fundust hér og seinni hluta dags, en minkandi
fóru skruðningarnir.1) Frá Höfðabrekku sást um daginn, að
vatnið á sandinum, er var svo stórkostlegt kvöldið áður, var
nú mjög svo þverrað að vestan, en þótt-það samt væri
ógur-legt suður hjá Bólhraunum, (er þá virtust að mestu leyti af),
ekki heldur sást stórt meira til vatns í Alftaveri, en vant var
(hvar um prestur Austmann ekki heldur getur til riða þessa
daga), en í högum og melaplássum fyrir ofan og vestan
Verið sáu menn, að alt var fullt af tjörnum og lónum.

Þ. 4. var allan dag þoku-dimmveður á
austan-landnorð-an með rigningu, en snerist í stífan landsynning. Sást hvorki
til mökks né heyrðust dunur til riða vegna vind- og
sjávar-hljóðs, þar alt bar til útnorðurs; þó voru, þegar áleið,
ein-staka skruðningar að heyra frá jöklinum, lika varð hér ytra
vart við hræringar. Jörð og grös hreinsuðust hér og vel af
hreinu regni, en málnyta var að vonum orðin mjög nytlítil,
þó ekki nærri því, sem áhorfðist i fyrstu. Úr Verinu
heyrð-ust dynkir mest fyrra part dags, og getið er ,þaðan um
vatnskast í 7. sinni frá jöklinum,3) um kvöldið eftir miðaftan,

!). Nóttina eftir þennan dag var maður á ferð utan úr
Hvol-hreppi, lieim á leið, sendur þangað frá Vik með sýsluskýrslur, sem
vant er um þetta leyti að gefa Rentukammeri. landfógeta og
amt-manni. Hann kvað þar ytra verið hafa þokulaust um nóttina, en tii
°g úr Kötlu mesti eldgangur og logi, sem oft sýndist sláupp i hvirfll
lofts, meðan dimmast var næturinnar. tann veg var oft að eldar og
blossi sást hetur úr irtsveitum, en hér nálægast eidfjallinu. Framar
sagði þessi sendimaður Jiyrringvi hina mestu, og grasleysi úr
útsveit-um, ’og enga enn i ferðir farna. Hafisa fyrir norðan land og
eldsupp-komu norður af Hekiu, sem þó ekki hefur annað verið én þessi í
Kötlu, er at’ Laudi og Hreppum svarar afstöðunni.

2) I dagbók Austmanns prests er drepið á litilfjörlega
vatns-fyllingu, þ. 3. júlí, svo þessi verður liin 7. einsog hann segir, en að-

gætandi er, að nú og héðan af lentu hlaupin mestmegnis á sandinum
.fyrir utan og austan Bólhraun, en minna í Landbrotsá, eftir því sem
gljúfrið fram undan jöklinum og farvegurinn þar fram úr, samt
sú fyrsta i lilaupinu aurfylta Háöldukvísl, tóku að ræsa sig fram
meir og meir.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0291.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free