- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
282

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192

SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS. 282

miklu hvassari vindur á útsunnan austur í Veri, heyrðist
þangað strax á öndverðum degi drjúgur vatnsniður frá
jökl-inum, er bráðlega varð að brúsandi vatnshlaupi i 12. sinni
fram af sandinum, sem fyrst kom suður í Verið um
mið-munda, og tepti menn frá presti suður á fjörum, og fyrir
ut-an Landbrotsá þar til um miðmunda daginn eftir, er fyrst
var nokkuð fjarað. Við þetta vatnskast varð og vart i
Múla-kvíslarfarveg um sölarlagsleyti frá Höfðabrekku. Prestur
Austmann gekk þennan dag með öðrum skarnt upp í
leir-urnar eftir hlaupin, fyrir ofan bæ sinn, til að skoða þær, urðu
þeir naumt fyrir en fengu öslað eftir mjöu eyði, ekki án
hættu, heim. undir bæinn, en lá við að sökkva eða verða
fastir í jökulbleytunni. Auk nokkurra minni fundu þeir£einn
stein svo stðran, að vega þötti 18 pund, líka fundu þeir stör.
an hnaus, er siðar reyndist allgöður brennimór.1)

P. 10. hér í Vík allan dag þykt, og þokufult þó
úrkomu-laust molluveður, heyrðust lengst af strjálir stórskruðningar,
einsog þ. 3., er rénuðu við kvöldið. Nú sást aftur nokkuð
til mökksins, sem ei var all-lítill með töluverðu öskufalli
nið-ur undir bygðarlönd. Ekki var tekið eftir vatnskasti þennan
dag frá Höfðabrekku, en frá Mýrum varð vart við það í 13.
sinni, er þó. rann bráðum af. Þá tók Austmann prestur líka
eftir því, hvað stórum Mýrdalssandur var hækkaður til að
sjá úr Verinu, hvað þvi óttalegra mátti virðast fyrir þá sveit
að nú sýndist öllu snarhalla austur þangað, kæmi
stórkost-legt vatns- og jökulhlaup á ný.2)

árvöllurn. Sögðu þeir fyrst og gjörst frá eyðilegging hlaups þessa í
Verinu, eins og áður er á drepið, og þaðan sagt undir 26. jání.

Pessháttar mókekkir er alltítt að oft komi í vatnshlaupum
undan Skeiðarár- og Breiðamerkur jöklnm, helzt austast.

J) lJað er vist, að .allur þessi sandur frá Hafuraey nær því
aust-ur undir framanverðan Loðinsvíknaháls, og frá Hjörleifshöfða austur
úr öllu, einsog allur Múlakvíslar gamli farvegur, er stórum
hækkað-ur og fyltur upp, svo viða nemur mörgum föðmum lóðrótt, þó tekur
-yíir fram af austanverðri Hafursey og fyrir vestan Háöldukvísl, sem
þó snart hefur náð sínum gamla farveg. íannig sýnist líklegt að
við-ar lækki, þegar tímar líða, bæði af blástrum og vatnsleysingum. I
þessu hlaupi hafa ei heldur. orðið neinar háöldur á sandinum, aí þvi
svo Ktið sem ekkert af jöklinum hefur í stórstykkjum fram sprungið,
móti því í fyrri lilaupum, hjá hverjum þetta má sem gaman reikna.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0294.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free