- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
323

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

um sk.attbændataL 1311.

823

verið lækkuð um 100 firir árið 1311. Það ár (1311) eru
skattgjaldendur í S 1 tæpur helmingur móts við
skattgjald-endur í S 2, enn árin 1840 og 1850 rúmlega þrír fjórðu
partar. Þetta bendir til, að það hafi verið rjett gert að lækka
töluna í S 2 firir árið 1311.

Sama verður ofan á, þegar vjer berum saman Bff. 1 og
Bff. 2. Bæði árin, 1840 og 1850, eru skattgjaldendur í Bff. 2
færri enn í Bff. 1, og vísar það til, að talan hafi alt af verið
nokkru lægri í Bff. 2, sem kemur heim við leiðrjetting mína.
Enn það er töluverður munur á árunum, þvi að 1840 eru
skattgjaldendur í Bff. 2 að eins rúmur helmingur móts við
skattgjaldendur í Bff. 1, enn 1850 slaga þeir hátt upp í hina
síðarnefndu. Kemur það af þvi, að skattmönnum hefur fjölgað
stórkostlega í suðurhluta Mírasíslu á þessu árabili, enn heldur
fækkað i Borgarfjarðarsíslu. Til að finna hinn rjetta jöfnuð
milli þessara sveita er þvi nauðsinlegt að taka fleiri ár til
samanburðar og hef jeg til þess valið árabilið 1840—1850.
Set jeg hjer töflu er sínir skattatal sveitanna á þeim árum.
Til fróðleiks tek jeg með vesturhluta Mírasislu, þó að hann
komi ekki beint þessu máli við.

Ef vjer litum á þessa töflu, sjáum vjer fljótt, að
skatt-gjaldendum í Bff. 2 fækkar lítið eitt annað árið (1841), enn
fjölgar síðan jafnt og stöðugt til 1850. í Bff. 1 ílöktir talan
litið eitt upp og niður, þó svo, að heldur fjölgar til 1844,
enn fækkar síðan til loka timabilsins, og er talan þá heldur
lægri enn í upphafi. Meðaltal skattgjaldenda verður firir
þetta árabil:

i Bff. 2............. 89

í Bff. 1............. 127.

Tölur þessar standa í mjög likum hlutföllum hvor við
aðra og tölurnar 130 og 170, sem tákna skattbændatöluna í
sömu sveitum 1311. Að eins eru skattgjaldendur í Bff. 2
til-tölulega ívið færri á árunum 1840—1850 i samanburði við
skattgjaldendur í Bff. 1, enn þeir vóru 1311. Ef þeir hefðu
árin 1840—50 verið 97 1 stað 89, enn Bff. 1 staðið í stað, þá
hefðu hlutföllin mátt heita hnifjöfn. Getur þetta varla komið
betur heim, eftir eðli sinu, og staðfestist þá einnig frá þessari
hálfu sú getgáta mín, að 100 manna villan í skattatalinu frá
1311 stafi af því, að skattgjaldendur í S 1 (Rangárvs., Gullbrs.

21*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0335.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free