- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
325

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

um sk.attbændataL 1311.

325

og Kjósars.) sjeu taldir 100 mönnum fleiri, enn þeir eiga
að vera.

Önnur leiðrjetting mín við skattatalið 1311 miðaði að því
að laga skekkju þá, er lísti sjer í tölum Austfirðingafjórðungs,
því að þar stóð skattgjaldendatalan í hinum einstöku sislum
ekki heima við samtölu þeirra í fjórðungnum öllum, og
mun-aði um 20, sem þurfti að bæta við í annarihvorri síslunni.
Jeg valdi þar að hækka heldur skattgjaldendatöluna í 1. sislu
(o: í Múlasíslunum), því að annars hefðu skattgjaldendur í 2.
síslu (Skaftafelssíslu) orðið jafnmargir, eða þó lítið eitt fleiri
enn í 1. síslu. Þessa leiðrjetting mína staðfestir samanburður
við skattatölin 1840 og 1850. Eftir þeim er Skaftafellssísla
tæpast hálfdrættingur við Múlasíslurnar, enn eftir skattatalinu
1311 er mjög nærri um þær, þó að hækkað sje í
Múlasísl-unum (í Múlasíslum 300, í Skaftafs. 264). Er auðsjeð, að
Múlasíslunum hefur farið mikið fram móts við 1311, enn
Skaftafelssísla nokkurn veginn staðið í stað. Annars er hjer
lika skattatalið 1753 til samanburðar. Eftir því eru 260
skatt-gjaldendur í Múlasíslum, enn 215 i Skaftafelssíslu og er það
hlutfall mjög líkt því, sem var 1311. Enn þar er það
athug-avert, að harðindin 1751—1752 lögðust mjög þungt á
norð-austur kjálka landsins1), og er þeim eflaust um að kenna,
að ekki eru fleiri enn 56 skattgjaldendur í »norðurparti«
Múla-síslu 1753.2)

Þriðja leiðrjetting mín miðaði að þvi að koma á
sam-ræmi milli síslnatalsins og fjórðungatalsins í
Norðlendinga-fjórðungi. Enn þar munaði að eins um 10, sem síslnatalið
var of hátt, og tekur því varla að minnast á þetta. Jeg
lag-aði skekkjuna með því að lækka um 5 í hvorri síslu. Annars
er það merkilegt, að skattmegnið er árin 1840 og 1850 meira
í vestursislu fjórðungsins (N 1 = Húnavs. og Skagafs.) enn í
norðursíslunni (N 2 = Efs. og Þings.), þó að norðursíslan
væri þá heldur fólksfleiri3), og kemur þetta heim við skatt-

J) Sjá Árbækur Espólíns X 26. og 30. bls.

2) Eins og áöur er sagt, nær „norðurparturinn" árið 1753 ekki lengra
enn að Lagarfljóti, og jió ekki ifir Fljótsdalshrepp. Á sama
svæði eru árið 1840 139 skattgjaldendur, og 223 árið 1850.

s) Eftir Statistiske Oplysninger om Island, udg. af Statens
stati-stiske Bureau, Kh. 1907 var fólkstalan árið 1840 í N 1 7747, enn
8256 í N 2. Árið 1850 var íólkstalan í IS 1 8150, enn í N 2 8418
(sjá Skírslur um landshagi á. Islandi I 430. bls.).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0337.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free