- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
334

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

296

UM SKATTBÆNDATA L 1311. 334

stefnir utan handgengnum mönnum.1) Sislumenn munu hafa
kallað lög brotin á sjer með þessari skipun konungs, því að
Jónsb. Þegnsk. 1. k. heimilar sislumönnum þingfararkaupin
öll »með slíkri afgreiðslu sem lögbók váttar« og er þar
bersinilega átt við, að þeir eigi að greiða af þeim farareiri
nefndarmanna samkvæmt Þingfb. 2. k., enn ekki meira. Þeim
mun og hafa þótt það hart að verða eftir sem áður að greiða
farareiri nefndarmanna samkvæmt lögbók af
þingfararkaups-tekjunum, þar sem ekki nema helmingurinn rann inn til
þeirra. Nú vitum vjer af annálum, að á næsta ári (1304)
riðu Norðlendingar og Vestfirðingar ekki til alþingis, heldur
tóku upp fjórðungaþing í staðinn, tvö í hvorum fjórðutigi2),
og voru Sunnlendingar og Austfirðingar einir um hituna það
ár á alþingi.3) Þessi viðburður stendur án efa í nánu
sam-bandi við konungsboðið um þingfararkaupstekjurnar. Tveir
fjórðungar svara með þvi að koma ekki til alþingis. Auðvitað
hafa síslumenn róið undir bændur að sitja heima og leitt svo
konungi firir sjónir, að ervitt væri að fá bændur til þingfarar,
síst svo marga, sem lögbók heimtaði. Pá tekur konungur
það ráð að fækka nefndarmönnum um helming og gefur út
rjettarbótina 24. júní 1305. Hún er bein afleiðing af því, að
helmingur landsmanna kom ekki til alþingis 1304; það sjest
á orðum hennar sjálfrar, þar sem konungur segist »vilja, at
alþingi sé uppi«. Með rjeltarbótinni hefur konungur viljað
gera hægra firir að fá þingið löglega skipað, enda mun
hon-um hafa verið vel vært, þó að nefndarmönnum fækkaði og
vonað, að þeir mundu þá ef til vill verða viðráðanlegri og
auðsveipari. Enn aðalástæðan mun þó hafa verið, að hann
vildi draga úr þingfararkostnaðinum og ljetta þar með á
síslu-mönnum til að laða þá að sjer og draga úr filgi þeirra við
almúgann. Enn þetta virðist ekki hafa tekist. Að vísu var
það ljettir firir síslumenn að losna við hálfan
þingfararkostn-aðinn, enn þeir vóru samt ekki ánægðir. Meðan þeir urðu
að skila konungi hálfum þingfararkaupstekjunum, þóttust þeir
verða hart úti. Óstjórnin í landinu heldur áfram.
Krók-Álfr er sama ár hrakinn á Hegranesþingi (1305), og næsta ár

») Sbr. rit mitt IJm upphaf konungsvalds, Rvík 1908, 62. bls.

2) fetta stirkir það, sem áður er sint, að í birjun 14. aldar hafl
sislur verið 2 í hverjum fjórðungi auk Borgaríjarðar (fverárjtings).

s) ísl. ann. 1304.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0346.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free