- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
353

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM SK.ATTBÆNDATAL 1311.

358

verið ifirleitt nokkuð betri um 1100 enn á 19. öldinni. Hitt
virðist aftur á móti mjög vafasamt, hvort fjármagninu hefur
þá verið jafnara skift milli manna enn nú á dögum. Mart
mælir með hinu, að auður hafi þá fremur safnast í fárra
manna hendur.

í Árb0ger f. nord. oldk. og hist. 1873 á 138.—139. bls.
neðanmáls hefur Vilhjálmur Finsen gert tilraun til að reikna
út manntalið um 1100 eftir bændatali Gizurar biskups. Hann
heldur því fram eins og Maurer, að þingfararkaupsbændur
hafi verið miklu fleiri í tiltölu við aðra bændur og við
fólks-töluna enn skattbændur á síðari tímum, enn ræður það af
öðrum ástæðum. Hann leggur einkum áherslu á það, að
framtalið hafi verið rjettara og minna undandregið enn á 18.
og 19. öldinni, bæði af því að þingfararkaupsgjaldið var lágt
og þó einkum af því að það var skilirði firir fullum
þegn-rjettindum og hóf þá, sem það guldu. upp á hærri tröppu í
mannfjelagsstiganum. Petta er alveg rjett áthugað, og verður
að taka tillit til þess. Samt fer V. F. ekki eins langt eins og
Maurer. Hann giskar á, að þeir bændur, sem ekki gegndu
þingfararkaupi um 1100, hafi þó verið nær helmingur móts
við þingfararkaupsbændurna, eða að hjer um bil þriðji hver
bóndi hafi ekki goldið þingfararkaup. Með þessu móti fær
bann út, að allir bændur hafi verið 6000—7000. Hins vegar
beldur hann, að þá hafi verið ifirleitt fleiri menn í heimili
enn á síðari öldum, giskar á 10 mans, og verður niðurstaðan,
að fólksfjöldinn í landinu hafi þá verið 60000—70000.

Auðvitað eru þetta ekki annað enn ágiskanir. Hvergi
sínir það sig betur enn hjer, hve óheppilegt það er að hafa
tölu allra bænda og meðaltal manna á hverju heimili sem
milliliði í reikningnum milli skattbændatölunnar og
fólkstals-lr»s, þvi að með þessu eru teknar inn í reikninginn tvær óþektar
mjög vafasamar stærðir. Jeg er sannfærður um, að V. F.
hefur sett meðaltal fólkstölu á hverju heimili alt of hátt.
A-rið 1703 vóru 6,7 mans í heimili að meðaltali, árið 1753
7,2, 1850 6,8, fór svo heldur hækkandi til 1875, þá var talan
7>5, síðan lækkandi til loka atdarinnar og var 1901 6,2, og
stafar það frá kaupstaðaheimilunum.1) Að öllum líkindum

l) Sjá Indr. Einarsson í Landhagsskírslum 1903 á 108. hls. IJar er
prentvilla eða reikningsvilla við 1850, 6,7 íirir 6,8.

24

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0365.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free