- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
407

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

407 skýrslUr Um mývatnselda.



mokk og mistur gusaði eldi loganda hvert augnablik til og
frá. Flúði fólk strax af næstu bæjum heim að Reykjahlíð,
hvar þá var prestssetur1), og urðu þá ekki úrræðin önnur en
halda sig inni meðan þessi fyrsta ógn afgekk, búast við dauða
sínum og fela sig guði. Nú rigndi í Mývatnssveitinni
eink-um sunnan og austanverðri, hvar byggðin helzt var, sandi,
vikur og brennisteinsösku svo mikilli, að huldi alla jörð,
víð-ast 1 x/a alin djúpt. Peningur allur flúði langt í burt þangað
sem hagar voru; þó er þess ei getið að mannskaði hafi orðið
né gripatjón, ei heldur finnast sögur, um hvað lengi þetta
fyrsta gos varaði, er líkast það hafi lengi verið, þó með
mis-jafnri ákefð, lika að vindur hafi borið það svo frá á
stund-um, að fólk hafi að mestu gegnt fengið andvirkjum sínum,
þvi hvergi er um getið, það flúið hafi, né bæir lagst í
auðn. Þó má nærri geta hvað á hafi gengið, því getið er
þess, að af jarðskjálftunum og líkt sem upphafningu
jarðveg-arins eða botnsins í vatninu hafi það allt að austan þornað
upp, eða botni þess uppskotið nær því í Vk missiri á eptir.

Ábak nýári veturinn næsta eptir kom að nýju
ógnajarð-skjálfti, laust því næst eldi i svokallaðan Leirhnúk2) með
sand og öskufalli sem áður. Brast það fell allt í sundur og
varð að gjám og gjótum, sem ullu og spúðu brennisteins
leirleðju lengi á eftir, rauk hér og brann engu minna en úr
Kröflu sjálfri, sem ennþá logaði. Þriðji eldurinn brann í
svokölluðum Hitahól skammt þar frá. Fylgdu þessu
si-felldar hræringar og svæla, hver úr Hitahól einkum var óholl
°g varla bærileg. Þ. 19. apríl s. á. er sagt, að fjórða
eld-varpið kæmi upp í svonefndu Bjarnaflagi í grend við hin og
brunnu eldar þessir hver í kapp við annan og til skiftis það
og hér næsta á eptir með varandi dunum og jarðskjálftum.
Einkum er þ. 8. september 1725 getið um fjarskalegan
jarð-skjálfta við Mývatn, í hverjum Laxá, sem úr þvi rennur, hafi
uppþornað, en komið þó til aftur. Má þess hér með sönnu
™ geta, að allir þessir jarðeldar hafi aðalrót sína haft frá

Nú um stundir eru bæir í 2 kirkjusóknum kringum Mývatn; nú á
tímum stendur Reykjahlíö bér um l’/j mílu suövestur frá Krðflu.

") Leirbnúkur var allt þangað til grasi vaxið fellkorn, rúm
stekkjar-leið í útnorður frá Krötiu; enn nú er það allt ein brennisteins
leirpæla eða rústir með blindbrauni og ófæru-leðju forum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0419.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free