- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
560

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

560

bæjanöfn á íslandi. 414

»at steinum«, »at fossi«, »át..mel«, »at ökrum«, »at
tröð-um«, »at . . gröfum«, »at lundi«, »at..látrum« (sbr. á), »at
vatnlausu«; einu sinni fmst »at ..velli«, en það er ekki
eðli-legt, enda kemur þegar á eftir »á..velli« (bls. 241). Svo
kemur fyrir. »at hofi« og »at auðnum«. [Merkilegra er, að
at skuli finnast með orðum, er tákna byggíngu svo sem »at
,.toptum« (v.l. á), »at..skála (skálum)«, »at..húsum«, »at
..hlöðum«; og svo kemur stöku sinnum fyrir »at ,.stöðum«
(Ldn. 52, hjer v.l. á, 72. 229. 230)J.

í er auðvitað haft, líkt og á, þegar bærinn stendur
inn-an einhverra takmarka, einkum þar sem um lægð eða þess
konar er að ræða. í’ess vegna ætíð »í ,.dal«, »í botni«, »í
hvammi«; svo og »í ..vik«, »í..firði«, »í höfn«; líka »i
..hlið«, og er þá bærinn hugsaður í sjálfri hlíðinni (ekki
undir), eins er um »í ..felli«, »í ási«, »í höfða«, »í öxl« sbr.
»í . .hólum« (inn á milli þeirra); svo er og haft í, þótt um
flatt land sje að ræða, »í..holti (holtum)«, »í..skógum
(skógi)«, »í mörk«, »í haga«, »í ,.engi«, »i ..túngu«, »i
fljót-um«. Ennfremur er sagt: »í garði (görðum)«, [»í ..gerði«,
»i bæ«], »í ,.nesi«, »í ..ey«, »í odda«; »í háfi«; svo og »í
gröf«, »í hrauni», »í brenningi«, »i hripi«, »í..skarði«, »í
alviðru«, »i Kaldbak« og jafnvel, sem er óeðlilegra, »i múla«
(bls. 41).

undir er haft um bæ, sem stendur undir einhverju sem
gnæfir upp; þvi var sagt »undir . ,felli«, »undir brekku«,
»undir gnúpi« (sbr. og at), »undir þríhyrningi«. Svo er og
einu sinni haft »fyrir neðan ..hamar«.

Það var nú auðvitað, að þegar tákna skyldi dvöl
(»á-veru«) á staðnum, var ekki hægt að hafa þetta öðruvísi, og
mætti því segja að það sannaði lítið. En svo var líka sagt,
þar sem búast málti við nafninu í nefnifalli e. þolfalli — og
það er meira að marka —; ekki er sagt: »hann kallaði
(bæ-inn) Borg«, heldur »hann kallaði (bæinn) at B.«, sbr.
»bú-stað þar er kallat var [ekki »Hvanneyrr« heldur] á
Hvann-eyri«, sbr. »lét kalla at Ökrum« og ótal mart fleira. fetta
þykir mjer benda á að bæjarnafn sem t. d. »Akrar« í
nefni-falli er ýngra, en auðvitað hlaut sú breytíng að koma.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0572.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free