- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
574

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

574

bæjanöfn á íslandi. 414

Sviðnur XII.

Svæði XVIII (e. Særisvellir,

Snærisvellir, alm. S. AM).
Sæla (»Svæla, kallast af sum-

um S.« AM) XVII.
Sæld IV.
Tumsa XVIII.
Töður XI (L).
Töpp V.

Urðir XII (Laxd.). XVII.
Vaglir XV (2). XVI (-ar) AM).
XVII (2). XVIII.

Valva XVII (Olavius).
Varir VI.
Vigr XIII.
Villa V.
Virki X.

Víti VII (efra — neðra; 2
önn-ur n.). X. XV. XVI (2; ^) =
Jaðar).
Voli V (Vola AM).
Yrjar (-ur AM) IV.
Þrot XXI (Austf.).
Þyrill VII.

Auðnar: þetta er víst karlkyns-fleirtöluorð, en við
hlið-ina á þessari mynd finnast bæði Auðnir og Auðnur\ í DI finst
nefnifall örsjaldan (DI IV ög tvisvar í DI VI). — Bár: er það
tekið eftir »Bár« (o: Bari) á Ítalíu? — Bjalli: J hefur Bjalla
og Bjallinn sem v.l.; vantar í AM.— Bóla: = Bólstaðagerði
(sbr. Bólu-Hjálmar) og stytt úr því. — Bryti: stytt úr
»Brytja-staðir«, sem finst i DI IV. — Butra\ nafnið er á öðrum
bæn-um í IV stytt úr »Butraldastaðir«, sem stendur í DI II. III.
IV. — Dállcr: eftir DI IV s. 28 er þetta nafn rángt f.
»Dal-bær«. — Dúnlcur: stytt úr Dungaðarstaðir; ef til vill er
»Dúnk« kvennkynsorð (AM), þá skilst »Dúnkur« sem
eign-arfall. — Erfið: er lýsíngaro. í kvennkyni (o: jörð). — Eyma:
af aumur? — Flassi: mjer er ekki Ijóst hvað nafnið merkir
[Gambra sem J hefur eftir AM, bls. 22 er rángt, því að AM
hefur hjer nafnið Gambranes]. — Gaul: ár- eða lækjar-nafn?

— Glóra: svo er nafnið rjett ritað (ekki með o); AM ritar
»Glöra« (V), »Gloora« (IV), »Glöra«, (VI). — Grilla: nefnir J
einn (bls. 57) eftir Jarðabók 1803; er það danska orðið
»Grille«? — Grindill: svo heitir bærinn í Landn. og er það
rjett; en það afbakaðist; oftast var sagt »á Grindli«, þetta
varð að »Grilli« (eðlilega), og svo stendur í D1 V; út úr
þessu var svo aftur búið til í nefnifalli »Grillir« (AM) og
þol-fall »Grilli« (DI IV. V); ætli nafnið eigi ekki skylt við
»Grendel« í fornenska kvæðinu Beówulf (Bjólfur)?. — Grillir:
er víst eins tilkomið og rángt f. Grindill (aðeins í AM). —
Hestur: eftir felli með hestsmynd. — Hnaulcar: merkir »hóla«.

— Hnjótur: eldri mynd Knjótur (DI V); orðið merkir »hól«

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0586.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free