- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
586

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

586

ferðir, siglingar og samgöngur.

áttu þeir ríki bæði í Dyflirmi og Veðrafirði (Waterford) og í
Hlymreki (Limerick).

í Mön, eyjunni í sundinu milli írlands og Englands, höfðu
Norðmenn einnig náð fótfestu og yfirráðum.

A Englandi höfðu Danir sett allmikið ríki á stofn. Þeir
rjeðu þar yfir Norðymbralandi og Austurangel, eða því nær
öllum austurhelming landsins norður frá Temsarósum og
Vætlingastræti; það lá frá Lundúnum til Chester á
vestur-strönd Englands, rjett fyrir norðan Wales. Riki þetta var
nefnt einu nafni Danalög og sóttu þangað einnig margir
Norðmenn og Svíar. Eitt sinn átti Eiríkur blóðöx þar ríki
að ráða, en áður en hann kom til sögunnar, höfðu Danir orðið
að viðurkenna yfirráð Englakonungs yfir Danalögum.

A Frakklandi höfðu norrænir víkingar snemma setst að
í eyju einni i Leiruósum (Loire), er Noirmoutiers heitir,
og rænt þar öllu og ruplað. Þeir fóru þaðan með ránum
viða um kring. Flestir þessir vikingar voru norskir og höfðu
þeir komið af írlandi. Aptur á móti fóru danskir vikingar
hvað eptir annað með miklu liði upp eptir Signu (Seine) og
herjuðu þar landið- Að lokum unnu vikingarnir þar allmikið
land i kring um Signu; var það eigi minna en fjórði hlutinn
af öllu Islandi, og varð Karl einfaldi Frakkakonungur að láta
foringja þeirra, Rollo eða Hrólf, fá land þetta að Ijeni
(911). 3?að var síðan kent við víkingana og kallað
Nor-mandi, því að þeir voru á þeim tímum nefndir einu nafni
»Normanni«, hvort sem þeir voru danskir, norskir eða
sænsk-ir. Rúðuborg (Bouen) var höfuðborg í Normandí og
aðset-urstaður jarlanna eða hertoganna.

Við Rinárósa, þar sem Lek fellur úr Rin, var hinn
auð-ugi verslunarbær Durstad eða Dorestad (nú Wijk bij
Duurstede). Þangað komu kaupmenn úr öllum áttum og eigi
síst af Norðurlöndum, enda voru viðskipti Dana og Frisa
afargömul.

1 »austurveg« fór einnig fjöldi manna af
Norðurlönd-um, einkum Svíar, en svo var það nefnt í fornöld, er menn
sigldu austur um Eystrasalt til Rússlands og annara landa við
Eystrasalt. Svíar höfðu tekið sjer bólfestu á suður- og
suð-vesturströnd Finnlands löngu áður en sögur hefjast á
Norður-löndum. Þaðan fóru þeir til Rússlands. Undir forustu Ru-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0598.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free