- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
620

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

620

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

Skáni (= Skáneyri).1) Þá fór hann norður aptur i Vikina og
braut þar skip sitt. í>á fór hann til Konungahellu og var
þar á kaupstefnu. Þar hitti hann bónda einn af Gautlandi,
sem Auðgisl hjet og kominn var vestan af Englandi.
Hall-freður gerðist fylgdarmaður hans austur á Gautland. í þeirri
ferð var Auðgísl drepinn af stigamanni einum, en
Hallfreð-ur komst í lífshættu mikla, en fjekk þó drepið
stigamann-inn. Á Gautlandi giptist hann ekkju Auðgísls. Eptir tveggja eða
heldur þriggja ára veru fór hann þaðan til Noregs á fund Ólafs
konungs Tryggvasonar og var með honum um veturinn 999—
1000. l?á fór hann til Islands, en næsta sumar sigldi hann aptur
til Noregs (1001) og var með Porleifi spaka um veturinn.
Hann undi þá hvergi eftir fail Ólafs Tryggvasonar, og var
jafnan i förum. 1002 eða 1003 er hans getið i Leiruvogi
fyrir neðan heiði (i Kjósarsýslu) og um 1005 var hann í
Noregi og flutti þá út Gunnlaug ormstungu. Sumarið eptir
fór hann aptur til Noregs. Hann fór til Svíþjóðar að vitja
Auðgísls sonar sins. Sagan segir, að hann hafi ætlað sjer að
staðfestast þar, en áður vildi hann fara til Islands, að
sækja fje sitt Hann andaðist í hafi, og er dauðaár hans
ó-víst. Eptir sögu hans má ætla að það hafi verið
annað-hvort um 1008 eða öllu heldur um 1014, því að Hallfreður
sonur hans var þá orðinn töluvert þroskaður, en hann var
fæddur 999.2)

Kálfur Ásgeirsson, sonur Ásgeirs æðikolls
Önundar-sonar, var Húnvetningur eins og Hallfreður vandræðaskáld
og í förum um sama leyti sem hann. Hann átti einnig
kaup-skip, sem hann stýrði. 997 eða 998 kom hann út í
Borgar-firði og var um veturinn hjá Þorsteini Egilssyni. Um vorið
kom þar Kjartan Ólafsson frá Hjarðarholti i Dölum og
keypti af Kálfi hálft skipið og gerði helmingarfjelag við hann.
Þeir fóru síðan til Noregs og tóku kristni. Á meðan
Kjart-ani var haldið þar i gislingu, fór Kálfur kaupferð til
Eng-lands, og mun hann liklega hat’a komið úr þeirri ferð um
haustið. Síðan fóru þeir Kjartan aptur til íslands, liklega

r) Peter Lundbye, Halöre Marked í Hist. Tidsskrift 7. R. IV,
506 o. ef. 2| Hallfr. 91, 99—104, 112—114; Krist., Bps. I, 18; Lax.
40/143; Vatn. 75; Gunnl. 10/242—246, 12/264; Oddr 294, 296; Hkr. I,
81—83/403-407; Prís. 148, 149-150; Pms. II. 220-221, III, 20; Flat.

I, 340, 415; sbr. Safn I, 384.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0632.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free