- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
623

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SÖGUÖLDIN.

623

að hafa farið saman til Grænlands eptir sætt Eyrbyggja og
Álptfirðinga (998).1) Frá Grænlandi fór Þorfinnur að leita
Vinlands og var þrjú ár í þeirri ferð (urn 1003—1006).
Síð-an dvaldi hann einn vetur á Grænlandi, og hjelt þá til
ís-lands (um 1007) ásamt konu sinni, Guðriði
Þorbjarnar-dóttur, og búsetti sig þar.2)

Helgi Harðbeinsson var »farmaður mikilN og var
nýkominn út, þá er hann tók þátt i vígi Bolla Þorleikssonar
(um 1007).3)

Um og rjett eptir 1010 eru nefndir ýmsir farmenn.
Hrafn bróðurson Önundar að Mosfelli var »farmaður
mik-nl« og átti skip, er uppi stóð i Hrútafirði. Hann var
drep-inn til hefnda fyrir Gunnlaug ormstungu (um 1010).4)
Hall-Ur Guðmundsson frá Ásbjarnarnesi var í kaupferðum
jafnan, segir sagan, en hve lengi er ókunnugt. Af Laxdælu
má sjá, að hann var ytra um 1007, og hann var í Noregi,
búinn til íslands, er hann var veginn um 1011. Hallur átti
skip, og segir sagan, að hann gæfi það manni nokkrum, er
Kolskeggur hjet og hafði verið að vigi Þorsteins
Gíslason-ar að Bæ i Borgarfirði. Hann komst því undan til Englands,
en Hárelcssynir, sem þá voru í siglingum og sátu um lif
hans, sneru hefndinni að Halli og drápu hann með svikum.
Hallur hafði þá keypt hálft skip af farmanni nokkrum, sem
Þorgils hjet. Hann hjelt til íslands með fjárhluta Halls og
sagði frá láti hans á alþingi og skilaði fjenu. Síðan seldi
hann skip sitt og gerðist bóndi i Borgarfirðinum. En
Háreks-synir hjeldu suður með Noregi eptir vig Halls, og brutu
skip sitt við Jótlandssiðu og týndust5).

Frá þessu segir í þeim hluta Heiðarvíga sögu, sem
ein-ungis er til eins og Jón Ólafsson hefur ritað hana upp eptir
minni. í>að verður þvi að nota hana með sjerstakri varúð,
einkanlega þar sem aðrar heimildir eru eigi til
samanburð-ar. Pó þarf varla að efast um að Hailur hafi verið veginn
1 kaupferðum. Aptur á móti er ekkert kunnugt um
Háreks-syni og Þorgils, nema það sem segir í þessum hluta
Heiðar-víga sögu. Jón Sigurðsson hefur því ætlað, að Hárekssynir

l) CTm missagnirnar sjá ísl. s. mína II, 267, 278. 2) Eir. r.

2’-28, 30-31, 47; Eyrb. 91—92; Grænl. j). 66, 72-73. s) Lax.

54/204. <) Gunnl. 13/273. 5) Lax. 53/202; Heið. 49-54.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0635.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free