- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
628

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

628

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

í Grettis sögu er sagt frá manni, sem hjet Þorbjörn
og kallaður var ferðalangur, af þvi að hann var
siglinga-maður. Hann hafði gert fjelag við Porbjörn öxnamegin,
bónda á Þóroddsstöðum i Hrútafirði. Þorbjörn ferðalangur
var veginn norður í Eyjafirði af Gretti Ásmundarsyni. Peir
höfðu báðir tekið sjer far með sama skipinu, en Porbjorn
talaði óvirðulega um föður Grettis (um 1016).1)

Nokkrum árum siðar, segir sagan, að Grettir ætti við
annan íslenskan siglingamann, sem hjet Gísli
Porsteins-son, og var sonur Þorsteins Gislasonar i Bæ í Borgarfirði.
Gisli var sjálfhælinn og gerði Grettir honum áminningu og
hýddi hann. Sagan segir að Gísli hafi verið i herförum með
Knúti konungi hinum ríka og fyrir vestan haf. Hann seldi
varn-ing og söguritarinn lætur hann kalla sig kaupmann; svo er
að sjá af sögunni sem hann hafi verið skipsráðandi eða átt
i skipi því, sem hann var á. Hann var þá einn vetur á
Is-Iandi og getur hans eigi eptir það (um 1023—1024).3)

Jökull Bárðarson, móðurbróðir Grettis, var
»siglinga-maður«. Hann bjó i Tungu í Vatnsdal, þá er Grettir kom
þar (um 1015). Löngu síðar hefur Jökull farið utan, því að
hann var með Hákoni jarli Eiríkssyni haustið 1028 og hlaut að
stýra fyrir hann Vísundinum, skipi Ólafs konungs Haraldssonar,
sem jarl hafði tekið, þá er konungur flýði úr ’Noregi. Pá er
Ólafur konungur kom austan úr Garðaríki, varð Jökull fyrir
liði hans á Gotlandi og var handtekinn. Konungur ljet höggva
hann (1030.)3)

í>á má nefna enn tvo merka menn, Guðleif
Guðlaugs-son og Hall 3?órarinss on, sem voru í förum seint á
söguöldinni. Guðleifur var sonur Guðlaugs hins auðga í
Borgarholti við Straumfjarðará, ættföður Straumfirðinga. Hann
hefur verið áður nefndur (bls. 617), er hann barðist ásamt
Þórólfi Loptssyni við Gyrð Sigvaldason. Guðleifur átti þá
skip — knörr mikinn, segir í Eyrbyggju — og hefur verið
ungur að aldri, þvi að þetta mun hafa verið á síðasta tug
10-aldar. Guðleifur var sfarmaður mikill«. »Ofarlega á dögum
Ólafs hins helga» (þ. e. um 1025), fór Guðleifur »kaupferð

’) Grett. 30/113, 37/140-143. 2j Grett. 59/210—217. 3) Grett.
34/130-131; Hkr. II, 182/423-424 sbr. 192/439; Ól. s. s. 190-191;
Flat. II, 317.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0640.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free