- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
648

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

648

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

þeim 14 skipum, sem komust til Grænlands, eru nefndir í
Landnámu, af því að þeir gerðust þar landnámsmenn. Einn
þeirra var Herjólfur Bárðarson. Hann komst í
hafgerð-ingar á leiðinni.1) Með honuin var á skipi suðureyskur
maður kristinn, sá er orti Hafgerðinga drápu. Stefið úr henni
er enn til og biður hann drottinn að beina för sína og halda
verndarhendi yfir sjer. Herjólfur komst heill til Grænlands
og nam Herjólfsfjörð og bjó á Herjólfsnesi2). Sonur Herjólfs
var Bjarni farmaður, sem fvr er nefndur.

En hjer tná nefna fjóra menn aðra, sem fóru á eigin
skipum nokkrum árum síðar til Grænlands. Fyrstan þeirra
má telja Þorgils örrabeinsstjún 3?órðarson frá
Traðar-holti i Flóa. Hann hafði áður verið lengi erlendis. Sagan segir
að hann færi fyrst utan til Noregs, er hann var frumvaxta,
og væri þar um veturinn; sumarið eptir fór hann i kaupferð,
og var enn lengi i Noregi. Hann fór til Suðureyja og
Kata-ness, og var i hernaði. Til þess að fegra hann segir sagan,
að þeir fjelagar hafi látið bændur og kaupmenn fara í friði,
en eytt mjög illþýði og hernaðarmönnum. Þá fór Þorgils
aptur til Noregs, og er sagt að hann færi kaupferð eina

*) Ilafgerðingum er lýst í Konungs skuggsjá, 16/39 á Jpessa leið:
»Nú er þat enn eitt undr i Grænlands haii, er ek em eigi fróðastr
um, með hverjum hætti er j>at er, þat kalla menn hafgerðingar; en
þat er því likast sem allr hafstormr ok bárur allar, þær sem í því
hafi eru, samnisk saman í þrjá staði, ok gerask af því þrjár bárur;
þær þrjár gerða (girða) alt haf, svá at menn vitu hvergi hlið á vera,
ok eru þær stórum fjöllum bærri, líkar bröttum gnipum, ok vitu menn
fá dæmi til, at jieir menn bafi or höfum komizk, er þar bafa í verit
staddir, þá er þessi atburðr hefir orðit. En þvi munu sögur vera af
görvar, at guð mun æ nokkura þaðan hafa frjálsat, þá sem jjar hafa
verit staddir, ok mun þeirra ræða siðan dreifzk hafa ok fluzk manna.
í millum, hvárt sem nú er svá frá sagt sem þeir hafa helzt um rætt,
eða er nokkut þeirra ræða aukin eða vönuð, ok munu vér fyrir þvi
varliga um þá hluti ræða, at vór höfum fá þá hitta nýliga, er þaðan
haíi komizk, ok oss kynni þessi tíðindi at segja.« Sbr. J. Japetus S.
Steenstrup, Hvad er Kongespeilets »Havgjerdinger«? i Aarb. f. n.
Oldkh. 1871, bls. 119—170. Hann ætlar þær hafa verið hafskjálfta, eða
stórkostlegar öldur, sem hafi risið af miklum landskjálfta neðansjávar.
En seinna var orðið notað um stórkostlegt hafrót, þótt það kæmi af
öðrum ástæðum, svo sem í Guðmundar sögu Arasonar, Bps. I, 483.
’) Ldn. 14/106-107, 14/319—320; Hksb. 79/35, sbr. Grænl. þ. í Flat. I,
431 og i Eir. r. 53 o. ef.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0660.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free