- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
669

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SÖGUÖLDIN.

669

var aukin, þá átti fjörbaugsmaðurinn eigi útkvæmt eða fært
út hingað, og er þess stundum getið i sögunum.1)

Skógarmenn aptur á móti, eða þeir menn, sem voru
dæmd-ir i skóggang, hina þyngstu hegningu laganna, voru venjulega
óælir og óferjandi, svo að eigi mátti flytja þáutan, en
stund-um mátti þó flytja þá af landi burt, ef »farning er mælt«,
eða ef þeir voru ferjandi; lögrjetta gat ieyft slíkt.’3)
Stund-um er þess getið i sögunum, að fje var gefið til farningar
þeim, sem sekir urðu. En af því að skóggangur var svo
hættulegur og þungbær, flýðu ýmsir þeir menn til annara
landa, sem unnið höfðu vig eða önnur illvirki, er vörðuðu
skóggang, áður en hægt var að dæma þá seka skógarmenn.
Skóggangur hófst eigi fyr en menn voru dæmdir í hann á
þingi eða eptir þinglok, og var þá stundum langur timi til
undanfæris, ef illvirkið var framið síðari hluta sumars eptir
öll þinglok.

Um það leyti sem alþingi var sett eða fáum árum síðar,
er sagt að þeir Guðmundur Þórisson.
Vafspjarra-Grim-ur Eyjólfsson, Vöflu-Gunnar og Óttar Vaðason væru
gerðir utan eptir bardagann í Grásteinsdæld hjá Bæ í
Króks-firði og fráfall Steinólfs hins lága Hrólfssonar. Hann andaðist
af sárum. Menn þessir áttu að vera lengi utan og hefur það
eigi verið skemur en þrjú ár.3)

Flosi Eiríksson i Árnesi varð sekur á alþingi eptir
bardagann að Bifskerjum og margir þeir, er höfðu verið með
honum. Flosi rjeðst til Noregsferðar með Steini stýrimanni
a skipinu Trjekylli, en varð apturreka i Öxarfjörð (um 945).4)
Sigurður Torfafóstri Gunnhildarson, á
Breiðaból-stað i Beykholtsdal, fór utan á Eyrum til þess að forða sjer
undan reiði Torfa Valbrandssonar; hann vildi eigi tortíma
barni, sem Torfi hafði boðið honum að bera út (um 950).
Sigurður fór til Noregs og siðan til Danmerkur. Þar fór hann
i viking, og kom að lokum út með Herði Grímkelssyni.5)

Um 960 fór Björn, frændi Fjörleifarsona, utan austur í
^jörðum með ráði Eysteins Mánasonar i Rauðaskriðu. Hann
hafði fengið Björn til að reka um nótt fimtán geldinga til

r) Grág. Ia, 88-92, 119, 122, II, 282, III, 608-609. 2) Grág.

89, 95; 122, 187, 188. 3| Gull-Í». 20/45. 4) Grett. 12/33-34.
) Harö. 8/19-21, 17/51, 19/60.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0681.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free