- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
679

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SÖGUÖLDIN.

679

60 ár eptir að hann átti uppkomin börn og komst í kynni
við Harald hárfagra, og fall hans í Stafanesvogi hlvti þá
einnig að falla úr sögunni, eða Sigurður Hlaðajarl hefur
orð-lð að sitja í 70 ár í jarlstigninni og orðið nær 100 ára, og
hann yrði þá að eiga ýmislegt af þvi, sem Hákoni jarli
Grjót-garðssyni er eignað eptir orustuna i Stafanesvogi. Þetta
hvort-tveggja er svo ólíklegt, að telja má alveg vist, að tveir
jarl-ar báðir með sama nafni, Hákon Grjótgarðsson, hafi verið til
a tímabilinu 840—930, og er rjett að aðgreina þá með
orð-unum hinn eldri og hinn yngri. Ættartala þeirra yrði
þá þannig:

Hákon jarl Grjótgarðsson af Yrjum,
tengdafaðir Haralds hárfagra, fjell í Stafanesvogi (um 890).

_I___

Asa, g. 868 Haraldi hárf.; Grjótgarður, fjell 869; Herlaugur, fj. 869.

_!_

Hákon jarl Grjótgarðsson, Hlaðajarl, f um 925—930.

Sigurður Hlaðajarl. f 963; Grjótgarður, f 969.

Hákon Hlaðajarl, f 995.

Þá er þetta er ljóst, er skiljanleg frásaga Landnámu at
utanferð forsteins ógæfu Helgasonar.

Asgeir nokkur var ræntur austur í Noregi, og sýnir
það að hann hefur komið þangað. Fyrir það drap hann
skips-höfn Austinanna í Grímsárósi í Borgarfirði, og var hann þvf
kallaður Austmannaskelfir (einhvern tima um 930) ^1)

Helgi Óttarsson, Bjarnarsonar hins austræna i
Bjarn-arhöfn, herjaði á Skotland og tók þar að herfangi Niðbjörgu,
dóttur Bjólans konungs og Kaðlínar, dóttur Göngu-Hrólfs (um
935). Hann fjekk hennar og var son þeirra Ósvífur hinn
spaki og Einar skálaglamm, skáld.a)

^órólfur Bjarnarson, sem síðar var kallaður
bægi-fótur, fór utan og lagðist i víking (um 935). Hann mun
hafa verið lengi erlendis, en kom til íslands eptir
and-lát móður sinnar, Geirríðar í Borgardal. Þó fer tvennum
sögum af þessu.8)

Ldn. 305; Fló. 9/127. 2) Ldn. 95, sbr. Eyrb. 7/8. 3) Ldn.
100; Eyrb. 8/9.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0691.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free