- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
682

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

682

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

eign við »blótrisa Skota«, segir sagan, þau sár eða meiðsli,
sem drðgu hann til dauóa (Iíkl. 967 eða 968). Þorgils bróðir
hans tók við fje hans og liði og var lengi í víking, en eigi
segir af honum meira.1)

forkell Geirason frá Geirastöðum i Mývatnssveit var
erlendis og kom út í Húsavík um 960.2)

Þórólfur frá Æsustöðum i Eyjafirði kom út um 960.3)
Þórólfur hinn sterki Skólmsson, er siðar bjó að
Myrká i Hörgárdal, var í hirð Hákonar konungs
Aðalsteins-fóstra. Hann var þá 19 vetra gamall, er hann kom til
kon-ungs, og voru þeir konungur kallaðir jafnsterkir. Hann
barð-ist með konungi í orustunni á Fitjum, i eyjunni Storð, og
drap margan mann með sverði sínu, er Fetbreiður hjet og
konungur hafði gefið honum (961)4).

Tveir aðrir íslendingar eru nefndir með Hákoni konungi
i orustunni á Fitjum. Annar þeirra var 3?orgeir
höggvin-kinni, sonur Hafnar-Orms landnámsmanns; hann var
hirðinaður Hákonar konungs; hann fjekk kinnarsár á Fitjum
og orð gott.5) Hinn var Þórir Þorsteinsson, sonar
Bárð-ar landnámsmanns, er fyrst nam Bárðardalinn. Hann skar
rauf á uxahúð, og hafði hana fyrir hlif; þvi var hann
kall-aður leðurháls. Hann átti Fjörleifu Eyvindardóttur, og voru
þeirra synir Vjemundur kögurr, Háls og bræður þeirra, er
allir koma meira eða minna við Reykdæla sögu.6)

Glúmur Geirason, bróðir ]?orkels frá Geirastöðum,
var hirðmaður og skáld Haralds konungs gráfelds. Hann
mun hafa farið utan um 960, rjett eptir að þeir feðgar voru
gjörðir brott úr Mývatnssveit, þvi að hann barðist með
Har-aldi gráfeld á Fitjum (961), eptir því sem Haukur
Val-disarson segir i ísiendingadrápu og jafnvel ein vísa Glúrns
sjálfs bendir á. Glúmur mun hafa verið með Haraldi konungi
nokkur ár, og farið með honum til Bjarmalands (um 965).
Síðan hefur hann farið til íslands, í Geiradal i Króksfirði,
og þar kvongaðist hann Ingunni í’órólfsdóttur.7)

’) Korm. 24/50-51, 25-26/51-53, 27/54-56. 2) Reyk. 18/92,
19/98. 3) Glúm. 14/42. 4) Ágrip 6/383; Esk. 5/24, 12/43-44;
Hkr. I, 30-31/213-215; Frís. 81-82; Fms. I, 43—45; Flat. I, 60-61;
Ldn. 211. 6) Ldn. 54. 6) Ldn. 226; fieyk. 1/3. ’) Skjaldedigtning,
B, 68, 541, Reyk. 17-18/88-98; Fsk. 7/30, 13/50, 13/52; Hkr. I, 1/224,
14/248; Fms. I. 48, 63, II, 21; Lax’ 32/108, 34/117; Ldn. 197, 233-234.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0694.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free