Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
SÖGUÖLDIN.
693
Þorfinnur munnur, norðlenskur maður, var skáld og
hirðmaður Ólafs konungs Haraldssonar (um 1028—1030). Hann
barðist á Stiklastöðum ásamt Þórði bróður sinum og fjellu
þar báðir.1)
Tveir íslenskir menn, Einar og Þórður, eru nefndir
meðal þeirra manna, sem fóru með Ólafi konungi
Haralds-syni, þá er hann flýði land og fór austur i Sviþjóð og
Garða-riki (1028). Þórður þessi hefur ef til vill verið sá sami
mað-ur, sem nefndur er hjer á undan með því nafni og fjell á
Stiklastöðum.2)
Steinar fórarinsson, sem kallaður var
Helgu-Stein-ar, fór til Noregs og þaðan til Grænlands (um 1025), til þess
að hefna Þorgeirs Hávarssonar. Hann var þar nokkur ár.
Steinar var ættaður úr Breiðafirði.3)
Þóroddur Snorrason fór utan af hendi föður síns að
orðsendingu Ólafs konungs (1025) og var með konungi um
veturinn. Sumarið eptir synjaði konungur honum heimferðar.
Veturinn eptir fór Þóroddur sendiferð fyrir konung austur á
Jamtaland að heimta skatt. Það var hættuför mikil, en
Þór-oddur komst lífs af við annan mann úr ferðinni. Fyrir þessa
ferð leyfði konungur honum að fara til Islands sumarið eptir
(1027).4
Gellir Þorkelsson fór einnig utan af hendi föður sins
°g að orðsendingu Ólafs konungs (1025). Sumarið eptir sendi
konungur hann með orðsendingar sinar til íslands, um að
landsmenn tækju við þeim Iögum, sem hann hafði sett í
Noregi, og veittu honum af landinu þegngildi og nefgildi.
Þessu neituðu landsmenn á alþingi 1027 og fór Gellir utan
um sumarið með það svar til konungs. Hann var lengi með
80, 106-112; Ól. s. m. 43-45, 59, 63, 66-67, 71—73; Hkr. II, 124/272,
206/459—461, 208/462—464, 233-234/499 -504; Ól. s. s. 125, 206-208,
221-223; Fms. IV. 280, V. 25, 56-61, 89-93, 234; Flat. II, 239, 199—
205, 224-226, 315, 336-337, 340-341, 342-343, 358-360, 362 - 366, III,
244- i) ól. s. m. 47; Hkr. II, 206/459, 227/490; Ól. s. s. 206, 217;
fms. V, 56-57, 80, 234; Flat. II, 226, 340, 355, 358-59, III, 244.
’) Ól. s. m. 58; Flat. II, 315. 3) Fóst. 80-82, 105-106 = Hksb.
387—389, 408 -409; Flat. II, 204-206, 223-225; Ldn. 19/123, 22/129,
20/234. i) ól. s. m. 66; Hkr. II, 129/281, 136/307-308, 138/311,
141/328-337; Ól. s. s. 129, 141, 143, 150-154; Fms. IV, 287, 313, 316,
332 341; Flat. II, 251, 260-261, 262-263, 270-274.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>