- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
702

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

702

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

ámælti Austmönnum. feir stóðust það eigi og vágu hann;
en ÍÞorgrimur hefndi hans og drap báða Austmennina.1) Þetta
var hjer um bil ári eptir að 3?orgrímur kvongaðist, og var
hann þá tvítugur eða rúmlega það. Jað getur því eigi verið
rjett, að sonur hans hafi borið saman viðinn, hvað sem satt
er í öðru.

Vagn, Nafar og Skefill, bræður þrír, komu út á skipi
sínu í Húsavik (um 960). Peir fóru til vistar með Þorbergi
höggvinkinna að Arnarvatni, hinum versta manni. Hann bar
þjófnað á Geira austmann2) á Geirastöðum og Glúm son
hans, þótt hann vissi að þeir væru saklausir, og fekk þá
bræður með sjer í stefnuför til hans. I þeirri ferð fjellu sallir
austmennirnir«.s)

Um 961 kom skip í Borgarfjörð og voru á Austmenn.
Örn hjet stýrimaður þeirra og er hann kailaður hinn besti
kaupdrengur. Hann fór til vistar í Örnólfsdal og var brendur
þar inni með I’orkeli Blundketilssyni (um 962).4)

Urn 960—962 átti norrænn maður, Sigurður að nafni,
fjelag við Vjestein Vjesteinsson, en eigi er þess getið að
hann kæmi til íslands.5)

Össur Eyvindarson, föðurbróðir Hrúts Herjólfssonar,
kom út i Hvítá í Borgarfirði um 963 og fór utan samsumars,
þvi að Hrútur þurfti sem fyrst að vitja arfs í Noregi eptir
Eyvind bróður sinn.6)

Um 965 kom skip í Eyjafjörð við Knarrareyri, hlaðið
viði að rniklum hluta og átti Austmaður. Annað skip kom
þá um sama leyti að Gásum, og inun það einnig hafa verið
norskt, þótt þess sje eigi getið, og flutt nokkurn við. Að
minsta kosti segir sagan, að Vjemundur kögurr hafi þá keypt
þræl einn tii að segja »í hávaða« við skip á Knarrareyri að
Steingrimur bóndi Örnólfsson hefði keypt þar við; gerði
Vjemundur þetta til þess að geta fengið við þann keyptan á
Knarrareyri, sem Steingrímur hafði fest kaup á.7)

») Gísl. 7/15—16, sbr. Safn I, 363; Isl. sögu mína n, 174 o. ef.

2) Geiri hefur yerið nefndur austmaður, af þvi að liann kom út eptir
landnámstið og reisti bæ á íslandi, j)á er landið var bygt orðið.

3) Reyk. 18/88-98. 4) Hæns. 2-3/126—131, 9/152, 13/171; íslb. 8;

sbr. ísl. sögu mína H, 60, 156. 6) Gisl. 8/17. Mj. 2/5-8-

’) Reyk, 9/37—40. í Svarfdælu 25—26/85-90 er getið um skip, er kom

í Svarfaðardalsárós og lijet stýrimaðurinn Gunnar, víkverskur maður;

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0714.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free