- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
716

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

716

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

Gissur hviti og Hjalti Skeggjason fóru til að boða kristni á
Islandi, fekk Ólafur konungur þeim prestinn Þormöð og
fleiri vígða kennimenn til aðstoðar við kristniboðið. Segir
Kristni saga að þeir hafi verið sjö menn skrýddir.1) Ólafur
Tryggvason var einnig svo glæsilegur maður, að hann laðaði
Islendinga að sjer sem marga aðra, er kyntust honum.

IV. Útlending-ar á íslandi af öðrum löndum en Noregi-

Eins og Islendingar fóru til ýmsra annara landa en
Nor-egs, þannig komu og útlendir menn til Islands frá fleiri
lönd-um en Noregi; þó voru þeir eigi svo opt á ferðinni sem
Is-lendingar. Langflestir þeirra komu vestan um haf, úr hinum
norrænu og hálfnorrænu bygðum og eyjum, hinum sömu
stöðvum sem fjöldi landnámsmanna hafði komið frá. Sýnir
það meðal annars að siglingar hafa haldist við eptir
land-nám beina leið milii Vesturhafslanda og Islands.

Flestir komu frá Suðureyjum, enda virðist og
útflutn-ingur þaðan hafa verið mestur vestan um haf á
landnáms-öldinni. Þaðan er og sagt að Kotkell og Grima væru, er
komu út með tveimur sonum sinum, Hallbirni
slikisteins-auga og Stíganda, einhvern tíma um eða rjett eptir 980, og
settust að á Islandi við Breiðafjörð ;3) er nokkur saga af
ill-verkum þeirra i Laxdælu.

Um sama leyti eða litlu fyr (um 978) kom maður einn, er
Svartur hjet, skipi sínu á Minþakseyri og braut það. Hann
var suðureyskur að ætterni, og er eigi óliklegt að hann hafi
komið úr Suðureyjum, eins og segir í sumum hinum yngn
handritum af Landnámu. Hann gerðist flugumaður á Islandi
og ljet þar líf sitt. Af skipverjum hans segir ekkert.3)

Suðureyingar voru stundum i fjelagi með Norðmönnum,
og einnig er þeirra getið með íslendingum. 980 kom út skip
í Salteyrarós við Breiðafjörð og áttu suðureyskir menn það
hálft, eins og fyr er sagt. Álfgeir stýrimaður þeirra fór til
vistar í Máfahlíð og með honum fjelagi hans, er Nagli hjet.
Hann var skotskur að kyni.4)

Á skipi Herjólfs Bárðarsonar var suðureyskur maður

]) íslb. 10; Hkr. I, 95/427; Bps. I, 11/21, 2) Lax. 35/117.

3) Vatn. 40/63-65; Ldn. 4/182. *) Eyrb. 18/21. 18/23—24; Ldn. 9/89.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0728.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free