- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
719

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SÖGUÖLDIN.

719

sem höfðu farið vestur um haf og sest þar að. Landslýður
á Hjaltlandi og í Orkneyjuin var mestmegnis ættaður frá
Noregi og mátti þvi norrænn heita. I Suðureyjum voru
landsmenn sumir keltneskir að kyni en sumir norrænir, og
sumir kynblendingar af þessum þjóðum. Á Irlandi voru
norskar nýlendur og þar hafa einnig verið einstaka menn
danskir eða sænskir að kyni; norrænir menn blönduðu þar
og blóði við Ira. En þótt flestir þeirra ;manna, sem fóru
kaupferðir vestan um haf til Islands, væru norrænir, má þó
telja vist, að sumir þeirra hafi verið keltneskir að kyni,
eink-um skotskir eða írskir, að minsta kosti í aðra ættina, enda
er það sagt um suma þeirra. Það er þó mjög erfitt að segja
um þetta með vissu, þvi að heimildirnar eru svo litlar og
ófullkomnar. Það er sjaldan skýrt frá þvi hvað menn þessir
hafi heitið, nema þeir menn, sem hjer hafa verið
nafngreind-ir og eigi eru margir; en auk þess eru nöfnin í
heimildar-ritum vorum svo breytt eða afbökuð, að þau gefa tæplega
neina áreiðanlega upplýsingu um þjóðerni manna, þá er
komið er iangt fram um landnámsöld og nöfnin hafa gengið
i nokkra ættliði meðal niðja þeirra, sem hafa blandað
þjóð-erni. Um Nagla er t. a. m. sagt, að hann hafi verið skotskur
að kyni, en af nafninu er eigi hægt að fá áreiðanlega vissu
um það. í>að er norrænt, og það er einnig i öðrum skyldum
málum.

Þeir kennimenn, prestar og biskupar, sem komu til
Is-lands á kristniboðsárunum og í fyrstu kristni, voru eigi
nor-rænir, þótt flestir þeirra kæmu frá Noregi eða væru sendir
þaðan. Noregur fekk mest kristni og kennimenn frá Englandi,
og er því liklegt að formóður prestur og flestir þeir
kenni-menn, sem Olafur konungur Tryggvason sendi til íslands
með þeim Gissuri og Hjalta, hafi verið komnir af Englandi;
þó er alllíklegt að danskt blóð eða norrænt hafi runnið í
3eðum þeirra, meira eða minna, þvi að mjög margir Danir og
margir aðrir menn af Norðurlöndum höfðu sest þar að og
blandað blóði við landsmenn. Af ætt og þjóðerni Þormóðs
prests er þó ekkert sagt, og ekkert kunnugt með vissu.1)

’) A. Taranger, Den angelsaksiske kirkes indflydelse paa den
norske. Kristjania 1890, bls. 147, 160—161, 164, ætlar að í’ormóður
nafi verið enskur. Konrad Maurer mótmælir því í Norsk bist. Tidsskr.
3- R. III, 6.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0731.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free