- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
723

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SÖGUÖLDIN.

723

yms skírteini i fornritunum, sem bera vitni um skipaferðir
milli landa á söguöldinni. En skírteini þessi eru opt mjög
lítil og stutt, svo að lítið verður af þeim ráðið annað en
það, að skip hafi gengið milli Islands og annara landa,
eink-um Noregs. I’essar upplýsingar eru að sinu leyti eins og
þær, sem geta um Islendinga einhvers staðar eriendis eða
að einhver Islendingur hafi farið utan, án þess þó að sagt
sje neitt meir af þvi. Stundum er þess getið i sambandi við
ýmsa atburði, einungis af hreinni og beinni tilviijun, að skip
hafi búist til Islands, eða komið út, eða staðið uppi eða
ver-ið i höfn einhvers staðar á ísiandi, t. a. m. af því að
Noregs-konungur sendi orð til Islendinga, eða af þvi að einhver merk
tiðindi, mannalát eða eitthvað annað, sem kom við söguna,
barst miili landa1). Opt er sagt frá þessu í almennum orðum,
svo sem »skip komu af Noregi til ísiands« (um 932), eins og
þá, er Egill spurði andlát Bjarnar hölds3). Hjer sjest eigi
hvort skipin voru íslensk eða norsk; ekkert um það sagt og
eigi heidur á það litið, þvi að það kom eigi sögunni við.
Likt er að orði komist í Glúmu, er andlát Vigfúss hersis
spurðist til Islands »um sumarið er skip komu út« (um 960)3);
i Bjarnar sögu Hitdælakappa: »komu skip út og vissu þeir
eigi til Bjarnar að segja«, og í Noregi »sigldi skip af hafi...
þeir voru af íslandi komnir... sögðu gjaforð 0ddnýjar«4); 1
Ljósvetninga sögu um 1024, »en er skip gengu milli landa«,
frjetti Ólafur konungur fall Þorgeirs Hávarssonar, og viðar5).
Stundum er sagt í hvaða höfn skip eða kaupmenn hafi
kom-ið,6) þótt eigi sje sagt hverjir það hafi verið. I sambandi við
þessi óákveðnu skírteini má geta hjer um eina málsgrein í
Hrafnkels sögu Freysgoða, þar sem segir: »1 þenna tima komu
sem mest skip af Noregi til Islands; námu menn þá sem
mest land í heraðinu um Hrafnkels daga«7). 1?etta á að hafa
verið um 945, en það er rangt. Þá var flutningi landnáms-

’) Hkr. H, 60/87; Ól. s. s. 46; Fms. IV, 115; Flat. H, 50; sbr.
01. s. m. 29, er segir andstætt binum sögunum að Ólafur konungur
hafi þá sent skip til íslands, en liklega hefur bann eigi þurft þess
(1017); Bjarn. 10/24 (um 1019); Ljósv. 32)254 (um 1025); sbr, enn fremur
tilvitnanirnar í fimm næstu athugasemdum. 2) Eg. 56/184. 3) Glúm.
9/27. -i) Bjarn. 5/11, sbr. Grett. 37/140 »um vorið eptir kom skip
út af Noregi« (um 1016). 5) Ljós. 32,253. 6) Bjarn. 5/11 (um
1009); Grett. 46/164 (um 1017). 7) Hratnk. 7/126.

46*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0735.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free