- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
727

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SÖGUÖLDIN.

727

komu og út í Eyjafirði, og Guðbrandur Vigfússon hefur ætlað,
að það hafi verið hið sama ár sem sætst var á víg Halla
Sigmundarsonar á alþingi (Iikl. 1008), og eptir honum hafa
aðrir farið.1) I fljótu bragði virðist svo sem skip þessi hafi
komið út sama sumarið, og sumir hafa ef til vill ætlað að
hjer væri um sama skipið að ræða, en vígsmálin eptir Halla
og Þorvarð Þorgrímsson sýna að hjer er um tvö skip að
tefla, sem hafa komið út sitt hvort sumarið. Halli var veginn
veturinn 1007—8, og á vig hans var sætst á alþingi 1008.
Það sumar kom út eptir þing skip hið fyrnefnda í
Eyja-firði. í kaupferð til skips þessa síðari hluta sumars var
Þor-varður veginn af Hrólfi gíp, bróður Halla, og var sætst á
vigið árið eptir (1009); fór sú sætt einnig fram á alþingi, eins
og sjá má af þvi, að Skapti I’óroddsson var helstur af þeim,
^er leitaði um sættir. Þetta sumar eptir þing kom út skip það,
sem Böðvar Sigmundarson var á.2) Ef treysta rná sögunni,
hefur þetta verið þannig, en það getur verið valt, og í raun
rjettri er eigi óeðlilegt þótt sumt hafi rangfærst í
arfsögn-inni eða munnmælunum um æfiskeið sex til átta kynslóða.
Á vorum dögum má sjá að margt rangfærist á margfalt
skemmri tima.

Ef huganum er nú rent yfir það alt, sem hjer hefur
"veriö sagt af ferðum og siglingum milli íslands og annara
landa á söguöldinni, og eigi síst yfir alt það, sem lýtur að
kaupferðum, mun það vera orðið ljóst, að mest öll verslunin
var í höndum Islendinga sjálfra og Norðmanna. Af íslenskum
kaupmönnum eru nú 70 kunnir og helmingur þeirra sigldi á
eigin skipum sinum. Margir heldri bændur áttu sjálfir skip
"Og fóru í viðlögum kaupferðir til annara landa. Alls er á
söguöldinni getið um rúmlega 100 íslensk kaupskip eða
haf-fær skip. Hins vegar er getið um norska kaupmenn af hjer
um bil 46 skipum; að vísu áttu þeir nokkur þeirra i fjelagi
íneð Islendingum. Auk þess eru nefnd um 30 skip, sem eigi
er getiö um hverjir ættu, og hafa flest þeirra verið
annað-hvort norslc eða íslensk, að likindum þó flest norsk. Enn

*) Safn I, 485; sbr. iítg. af Valla-Ljóts sögu 1881, ártölin bls. 173
",°g 176. Utgáfa Vald. Ásmundarsonar er aö eins endurprentun eptir
"titg. ®inns Jónssonar. 2) V.-Ljót. 4-5/174—176.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0739.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free