- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
752

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

752

FERÐIR, SIGL1NGA.R OG SAMGÖNGUR.

haustið að Hvassafelli til föður síns og var með honum tvo
vetur. Sumarið eptir (1164) fjölmenti Ari með Þorvarði
bróð-ur sínum til alþingis, og hafði hann þá nærri 30 Austmenn
í flokki með sjer; mun Amundi Konráðsson hafa verið
Aust-maöur og einn i þeim hóp. ]?eir munu allir hafa verið
vopn-aðir vel og búnir skjöldum; var þetta sumar kallað
Skjalda-sumar, af því að óvenjulega margir skildir voru á alþingi.
Hafði 3?orvarður Þorgeirsson fram mál sitt á alþingi með
styrk Ara og Austmannanna.

Sumarið 1165 fór Ari aptur utan, og með honum
Ingi-mundur bróðir hans og margt annara manna, vina hans.
3?á er Ari kom til Noregs, för hann til hirðvistar með Erlingi
jarli og var með honum um veturinn. Vorið eptir bjó hann
skip sitt og ætlaði til Islands, öfundarmenn hans i hirðinni
ámæltu honum þá fyrir það, að hann skyldi fara frá jarli,
þá er hann þyrfti manna við og ófriðar væri von. Pegar Ari
varð var við þetta, ljet hann bera föng sín af skipi og rjeðst
til hirðarinnar með jarli, en Ingimundur bróðir hans og
aðrir vinir hans hjeldu til Islands og uröu vel reiðfara. Um
sumarið fór Ari með Erlingi jarli i Vik austur á móti Ólafi
Guðbrandssyni, sem hafði hafið flokk á móti jarli. Á
allra-heilagramessu fór jarl tneð nokkurn hluta liðs síns á bæ einn
i Raumaríki, sem Ryðjökull er nefndur, og var þar
um nóttina. En þar kom þá Ólafur Guðbrandsson með lið
sitt að jarli óvörum, á meðan hann var að óttusöng, og
rjeðst þegar á hann. Erlingur jarl varð þá að forða sjer
undan á flótta, en Ari snerist á móti óvinum hans, svo að
hann kæmist undan, og ljet þar lif sitt. 3?etta var nóttina til
2. nóvbr. 1166.1)

Irigimundur Þorgeirsson var prestur og þótti göfugmenni.
Æfisaga hans sýnir, hvernig menn viku úr einu i annað, og
unnu það, sem þeir þurftu á að halda. Ingimundur prestur
átti víða heima á Norðurlandi þangað til 1180, er hann
ætl-aði utan með Guðmund Arason, bróðurson sinn, sem hann
hafði tekið að sjer eptir fall föður hans. Hann tók þeim þá
báðum far að Gásum með Hallsteini kúlubak, en hann varð
síðbúinn og ljet fyrst í haf 28. septbr. 3?eir fengu ilt veður

’) Guöm. s„ Bps. I, 410-414, 415-416; Sturl. I, 124-130; Ukr-

III, 32-33/477-479; Fms. VII, 317. í Ilkr. segir, að þetta væri á
kyndilmessu 2. febr, (1167), en j>að mun vera rangt.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0764.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free